Innlent

Segir forsetann tala fyrir einangrun

Skúli Thoroddsen.
Skúli Thoroddsen.
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, mæla fyrir einangrun. Forsetinn virðist tala gegn lausn á Icesavemálinu en dekri í staðinn við aukin efnahagsleg tengsl við „nútímanýlenduherra í Kína og í Rússlandi Pútíns."

Ólafur Ragnar sagði í viðtali við fjármálaritið The Banker að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda. Of mikið innstreymi erlends fjármagns hafi einkennt efnahagslífið á Íslandi fyrir bankahrun og orðið til þess að hagkerfið hafi ofhitnað og hrunið.

Þetta gagnrýnir Skúli í pistli á heimasíðu Starfsgreinasambandsins. Hann segir að það skjóti skökku við að forsetinn skuli halda því fram að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda.

„Er forsetinn búinn að gleyma orsökinni, þeirri að hið frjálshyggju einkavædda bankakerfi hrundi yfir okkur hin með skelfilegum afleiðingum, vegna þess m.a. að hagkerfið ofhitnaði vegna útlánsþenslu sem reyndist vera froða," segir Skúli.

Þá segir hann: „Vissulega eru til menn sem vilja festa Ísland í sessi eylandsins, en átta sig ekki á að í leiðinni er verið að festa í sessi einangrun láglaunasamfélagsins og kotungsskap."




Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar: Þurfum ekki erlent fjármagn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við fjármálaritið The Banker að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda. Of mikið innstreymi erlends fjármagns hafi einkennt efnahagslífið á Íslandi fyrir bankahrun og orðið til þess að hagkerfið ofhitnaði og hrundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×