Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 20:01 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður stjórnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Regína Valdimarsdóttir teymisstjóri brunavarna hjá Húnæðis- og mannvirkjastofnun og Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/Ívar Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri úttekt, töluvert færri en þegar staðan var síðast könnuð fyrir fimm árum. Talið er æskilegt að fólk geti skráð búsetu sína í atvinnuhúsnæði til að auka á öryggi þess. Eftir hinn hörmulega bruna á Bræðaborgarstíg árið 2020 þar sem þrír íbúar af tugum skráðra til búsetu þar létust réðust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Alþýðusambandið í að kortleggja hversu margir búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hvernig brunavörnum væri háttað. Hópur fólks sem talar að minnsta kosti sjö tungumál var fenginn til að kanna stöðuna í öllu skráðu atvinnuhúsnæði á svæðinu og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. Á miðjum blaðamannafundi um íbúa í atvinnuhúsnæði sem fram fór í slökkvistöðinni í Skógarhlíð með slökkviliðsbíl í bakgrunni kom útkall hjá slökkviliðinu. Þannig varð að gera stutt hlé á fundinum. Útkallið reyndist sem betur fer ekki alvarlegt og voru slökkviliðsmenn komnir til baka áður en blaðamannafundinum lauk. Regína Valdimarsdóttir teymisstjóri brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að í dag búi nærri helmingi færri íatvinnuhúsnæði en þegar staðan var könnuð árið 2017. „Það eru 1.868 einstaklingar búsettir íatvinnuhúsnæði. Að við skyldum ná samtali við um helming þeirra gefur okkur í raun góða mynd af þeirra stöðu. Við erum bæði aðkortleggja ástand brunavarna og félagslegar aðstæður íbúanna. Núna erum við að fá ákveðna innsýn í félagslegar aðstæður íbúa í atvinnuhúsnæði,“ segir Regína. Um 24 prósent íbúanna væru Íslendingar en aðrir erlent launafólk. Þar af um 33 prósent Pólverjar og tólf prósent Litháar. Íslendingarnir byggju flestir í eigin atvinnuhúsnæði en útlendingarnir væru leigjendur. „Það er í raun og veru ekki hægt að draga upp einhlíta mynd af búsetu íatvinnuhúsnæði. Þær eru mjög breytilegar. Það getur bæði verið þannig að húsnæðið er í góðu standi en brunavarnir er í ólagi. Svogetur húsnæðið ekki litið sérlega vel út en brunavarnir verið í lagi,“ segir Regína. Í skýrslunni er því velt upp að fólk geti skráð sig til búsetu í atvinnuhúsnæði. Dagur B. Eggertsson formaður stjórnar slökkviliðsins segir aðalatriðið að gæta að öryggi fólks. „Frá sjónarhóli slökkviliðsins er algert lykilatriði að öll búseta sé skráð. Við þurfum að getað vitað ef kviknar í einhvers staðar hvort þurfi að fara inn og bjarga fólki,“ segir Dagur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir ekki koma á óvart að meirihluti íbúanna sé láglaunafólk. Byggja þurfi meira fyrir láglaunafólk. „Ef öryggiskröfum er fullnægt í þessu ástandi sem við erum í núna er allt í lagi að veita tímabundna skráningu í atvinnuhúsnæði. Bara til þess að fólk sé öruggt einhvers staðar. Geti fengið póstinn sinn húsaleigubætur og svo framvegis,“ segir Drífa. Húsnæðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. 27. október 2021 21:00 Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. júní 2021 12:08 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Eftir hinn hörmulega bruna á Bræðaborgarstíg árið 2020 þar sem þrír íbúar af tugum skráðra til búsetu þar létust réðust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Alþýðusambandið í að kortleggja hversu margir búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og hvernig brunavörnum væri háttað. Hópur fólks sem talar að minnsta kosti sjö tungumál var fenginn til að kanna stöðuna í öllu skráðu atvinnuhúsnæði á svæðinu og voru niðurstöðurnar kynntar í dag. Á miðjum blaðamannafundi um íbúa í atvinnuhúsnæði sem fram fór í slökkvistöðinni í Skógarhlíð með slökkviliðsbíl í bakgrunni kom útkall hjá slökkviliðinu. Þannig varð að gera stutt hlé á fundinum. Útkallið reyndist sem betur fer ekki alvarlegt og voru slökkviliðsmenn komnir til baka áður en blaðamannafundinum lauk. Regína Valdimarsdóttir teymisstjóri brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að í dag búi nærri helmingi færri íatvinnuhúsnæði en þegar staðan var könnuð árið 2017. „Það eru 1.868 einstaklingar búsettir íatvinnuhúsnæði. Að við skyldum ná samtali við um helming þeirra gefur okkur í raun góða mynd af þeirra stöðu. Við erum bæði aðkortleggja ástand brunavarna og félagslegar aðstæður íbúanna. Núna erum við að fá ákveðna innsýn í félagslegar aðstæður íbúa í atvinnuhúsnæði,“ segir Regína. Um 24 prósent íbúanna væru Íslendingar en aðrir erlent launafólk. Þar af um 33 prósent Pólverjar og tólf prósent Litháar. Íslendingarnir byggju flestir í eigin atvinnuhúsnæði en útlendingarnir væru leigjendur. „Það er í raun og veru ekki hægt að draga upp einhlíta mynd af búsetu íatvinnuhúsnæði. Þær eru mjög breytilegar. Það getur bæði verið þannig að húsnæðið er í góðu standi en brunavarnir er í ólagi. Svogetur húsnæðið ekki litið sérlega vel út en brunavarnir verið í lagi,“ segir Regína. Í skýrslunni er því velt upp að fólk geti skráð sig til búsetu í atvinnuhúsnæði. Dagur B. Eggertsson formaður stjórnar slökkviliðsins segir aðalatriðið að gæta að öryggi fólks. „Frá sjónarhóli slökkviliðsins er algert lykilatriði að öll búseta sé skráð. Við þurfum að getað vitað ef kviknar í einhvers staðar hvort þurfi að fara inn og bjarga fólki,“ segir Dagur. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir ekki koma á óvart að meirihluti íbúanna sé láglaunafólk. Byggja þurfi meira fyrir láglaunafólk. „Ef öryggiskröfum er fullnægt í þessu ástandi sem við erum í núna er allt í lagi að veita tímabundna skráningu í atvinnuhúsnæði. Bara til þess að fólk sé öruggt einhvers staðar. Geti fengið póstinn sinn húsaleigubætur og svo framvegis,“ segir Drífa.
Húsnæðismál Slysavarnir Tengdar fréttir Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. 27. október 2021 21:00 Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. júní 2021 12:08 Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. 27. október 2021 21:00
Dómur í Bræðraborgarstígsmálinu kveðinn upp í dag og húsið rifið fyrir 17. júní Stefnt er að því að niðurrifi og hreinsun á brunarústunum við Bræðraborgarstíg 1 verði lokið fyrir 17. júní næstkomandi. Dómur yfir Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir manndráp og manndrápstilraun með því að kveikja í húsinu, verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. júní 2021 12:08
Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. 6. maí 2021 14:01