Sport

„Þjálfarinn ræður og ég geri það sem hann segir“

Andri Már Eggertsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinnsson gerði 9 stig í kvöld
Sigurður Gunnar Þorsteinnsson gerði 9 stig í kvöld

Tindastóll tók forystuna í einvíginu gegn Njarðvík með fimm stiga útisigri 79-84. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var hæstánægður með sigurinn. 

„Það er alltaf troðfullt í Ljónagryfjunni þegar það er úrslitakeppni og er þetta geggjað íþróttahús til að spila í,“ sagði Sigurður Gunnar um stemmninguna í leiknum. 

Tindastóll vann fimm stiga sigur eftir hörkuleik og var Sigurður afar ánægður með varnarleik liðsins. 

„Mér fannst vörnin okkar standa upp úr, hún var geggjuð í kvöld.“

Sigurður byrjaði á bekknum og vildi lítið segja um það enda er það þjálfarinn sem ræður.

„Ég byrjaði bara á bekknum, mér finnst ekkert um það, það er þjálfarinn sem ræður og ég geri bara það sem hann segir.“

Leikurinn var í járnum en Tindastóll vann fjórða leikhluta með sjö stigum sem á endanum skilaði sigrinum.

„Vörnin virkaði, það er auðvelt að spila á móti pressu í upphafi leiks en í fjórða leikhluta voru þeir orðnir þreyttir og vörnin hélt sama striki,“ sagði Sigurður Gunnar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×