Tónlist

Hljómsveitin TLC til Íslands í sumar

Elísabet Hanna skrifar
Tionne „T-Boz“ Watkins og Rozonda „Chilli“ Thomas úr hljómsveitinni TLC.
Tionne „T-Boz“ Watkins og Rozonda „Chilli“ Thomas úr hljómsveitinni TLC. Getty/Matt Winkelmeyer

Í dag var tilkynnt um komu hljómsveitarinnar TLC til Íslands í sumar. Athafnamaðurinn Jón Bjarni Steinsson kom í Brennsluna í dag með góðar og slæmar fréttir. Hann sagði frá því að Secret Soltice hafi verið frestað og að TLC muni koma til Íslands í sumar. 

TLC munu koma fram í Laugardalshöllinni þann 17. júní og miðasalan hefst í hádeginu á þriðjudaginn í næstu viku. Svala Björgvinsdóttir og Þórunn Antonía munu hita upp fyrir hljómsveitina.

Girlpower kvöld í Laugardalshöll

Secret Solstice hefur verið frestað en öllum miðahöfum er boðið á TLC en miðarnir munu einnig gilda á hátíðina þegar hún verður næst haldin.

„Ég fæ þann mikla heiður að hita upp fyrir eina af mínum uppáhalds girlgroup TLC þann 17. júní í Laugardalshöllinni. Þið viljið ekki missa af þessu girlpower kvöldi,“ sagði Svala í færslu á Instagram í dag.

25 ár frá CrazySexyCool

TLC var stofnuð í Atlanta árið 1990 og naut fádæma vinsælda á tíunda áratugnum. Sveitin náði fjórum lögum á toppinn í Bandaríkjunum; Creep, Waterfalls, No Scrubs og Unpretty.

Hún samanstóð af þremur meðlimum, þeim Rozonda „Chilli“ Thomas, Tionne „T-Boz“ Watkins, og Lisa „Left Eye“ Lopes. Árið 2002 lést Lopes þegar hún lenti í bílslysi í Hondúras þar sem hún var að sinna góðgerðarstörfum. Síðan þá hafa þær Thomas og Watkins tvær haldið merkjum sveitarinnar uppi og munu þær koma fram hér á Íslandi.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalaginu Celebration of CrazySexyCool sem fagnar 25 ára útgáfuafmæli þekktustu plötu sveitarinnar. 


Tengdar fréttir

Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika

Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.