Fyrsta sinn sem einstaklingur vinnur Músíktilraunir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 11:46 Kusk, tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, bar sigur úr bítum í Músíktilraunum 2022. Músíktilraunir Tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir bar sigur úr bítum í Músíktilraunum 2022 sem fóru fram í Hörpu í gær. Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur sigrar keppnina, sem hefur verið haldin árlega í fjörutíu ár. Kolbrún, sem notar listamannanafnið Kusk, hafnaði í fyrsta sæti. Í öðru sæti hafnaði Gunnar Karls og Sameheads lentu í þriðja sæti. Hljómsveit fólksins var Bí Bí & Joð. Auk þess að sigra keppnina fékk Kolbrún sérstök verðlaun fyrir íslenskan texta og var valin rafheili keppninnar. Svanhildur Guðný Hjördísardóttir, söngkona Bí Bí & Joð, fékk verðlaun fyrir söng. Friðrik Örn Sigþórsson í Project Reykjavík fékk verðlaun fyrir bassaleik og félagi hans í sveitinni Magnús Þór Sveinsson fékk verðlaun fyrir hljómborðsleik. Fyrir gítarleik fékk Oliver Devaney í Samheads sérstök verðlaun og Mikael Magnússon í Merkúr fékk verðlaun fyrir trommuleik. Fram kemur í tilkynningu frá Músíktilraunum að úrslitakvöldið hafi verið tileinkað boðskapi friðar og samkenndar. Allir séu því fegnir að samfélagið sé komið aftur í frekar eðlilegt horf eftir heimsfaraldur og á undankvöldum Músíktilrauna í ár hafi ekki skort hæfileika og sköpunarkraft hjá ungu tónlistarfólki sem hafi sýnt fjölbreytta takta og mikla hæfileika í tónlistarflutningi sínum. Eftir stórkostlegt úrslitakvöld þar sem tíu atriði voru flutt hafi niðurstaða dómnefndar og símakosningar verið tilkynnt. Glæsileg verðlaun voru veitt: Hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, spilamennska á tónlistarhátíðum hérlendis og erlendis þar sem sigurvegarar munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi. Þá fá allir sem komust í úrslit fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlsitarfólk fyrir atvinnumensku í tónlist. Reykjavík Tónlist Tónlistarmennirnir okkar Músíktilraunir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kolbrún, sem notar listamannanafnið Kusk, hafnaði í fyrsta sæti. Í öðru sæti hafnaði Gunnar Karls og Sameheads lentu í þriðja sæti. Hljómsveit fólksins var Bí Bí & Joð. Auk þess að sigra keppnina fékk Kolbrún sérstök verðlaun fyrir íslenskan texta og var valin rafheili keppninnar. Svanhildur Guðný Hjördísardóttir, söngkona Bí Bí & Joð, fékk verðlaun fyrir söng. Friðrik Örn Sigþórsson í Project Reykjavík fékk verðlaun fyrir bassaleik og félagi hans í sveitinni Magnús Þór Sveinsson fékk verðlaun fyrir hljómborðsleik. Fyrir gítarleik fékk Oliver Devaney í Samheads sérstök verðlaun og Mikael Magnússon í Merkúr fékk verðlaun fyrir trommuleik. Fram kemur í tilkynningu frá Músíktilraunum að úrslitakvöldið hafi verið tileinkað boðskapi friðar og samkenndar. Allir séu því fegnir að samfélagið sé komið aftur í frekar eðlilegt horf eftir heimsfaraldur og á undankvöldum Músíktilrauna í ár hafi ekki skort hæfileika og sköpunarkraft hjá ungu tónlistarfólki sem hafi sýnt fjölbreytta takta og mikla hæfileika í tónlistarflutningi sínum. Eftir stórkostlegt úrslitakvöld þar sem tíu atriði voru flutt hafi niðurstaða dómnefndar og símakosningar verið tilkynnt. Glæsileg verðlaun voru veitt: Hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, spilamennska á tónlistarhátíðum hérlendis og erlendis þar sem sigurvegarar munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi. Þá fá allir sem komust í úrslit fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlsitarfólk fyrir atvinnumensku í tónlist.
Reykjavík Tónlist Tónlistarmennirnir okkar Músíktilraunir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira