Söngvari The Wanted látinn 33 ára gamall Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. mars 2022 20:14 Tom Parker lést aðeins 33 ára gamall. Amanda Edwards/WireImage/Getty Tom Parker, söngvari bresk/írsku drengjasveitarinnar The Wanted lést í dag 33 ára að aldri. Hann greindist með heilaæxli árið 2020 og fór í gegnum langa og stranga krabbameinsmeðferð sem bar ekki árangur. Parker lést í faðmi fjölskyldu sinnar en hann skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Kelsey Hardwick, eiginkona söngvarans, greindi frá andláti söngvarans á Instagram síðu sinni í dag. View this post on Instagram A post shared by Kelsey Parker (@being_kelsey) „Við erum harmi lostin. Við getum ekki ímyndað okkur lífið án Tom en hann var okkur allt. Hann var með bráðsmitandi bros og ótrúlega nærveru. Við erum ævinlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hlotið og biðjum ykkur öll að halda minningu Tom lifandi. Takk fyrir ykkur; þið sem studduð hann í krabbameinsmeðferðinni. Hann barðist til hinsta dags. Ég verð alltaf stolt af þér,“ segir Hardwick á Instagram. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 og samanstendur af þeim Parker, Max George, Siva Kaneswaran, Nathan Sykes og Jay McGuiness. Tvö lög sveitarinnar hafa vermt toppsæti breska vinsældarlistans en það eru lögin Glad you came og All time low, sem náðu gríðarlegum vinsældum um heim allan. Andlát Tónlist Bretland Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Parker lést í faðmi fjölskyldu sinnar en hann skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Kelsey Hardwick, eiginkona söngvarans, greindi frá andláti söngvarans á Instagram síðu sinni í dag. View this post on Instagram A post shared by Kelsey Parker (@being_kelsey) „Við erum harmi lostin. Við getum ekki ímyndað okkur lífið án Tom en hann var okkur allt. Hann var með bráðsmitandi bros og ótrúlega nærveru. Við erum ævinlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hlotið og biðjum ykkur öll að halda minningu Tom lifandi. Takk fyrir ykkur; þið sem studduð hann í krabbameinsmeðferðinni. Hann barðist til hinsta dags. Ég verð alltaf stolt af þér,“ segir Hardwick á Instagram. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 og samanstendur af þeim Parker, Max George, Siva Kaneswaran, Nathan Sykes og Jay McGuiness. Tvö lög sveitarinnar hafa vermt toppsæti breska vinsældarlistans en það eru lögin Glad you came og All time low, sem náðu gríðarlegum vinsældum um heim allan.
Andlát Tónlist Bretland Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira