Tónlist

Billie Eilish hreppir Óskarinn fyrir besta frumsamda lagið

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Elísabet Hanna skrifa
Systkinin Billie og Finneas Eilish eru nú Óskarsverðlaunahafar fyrir lagið No Time To Die.
Systkinin Billie og Finneas Eilish eru nú Óskarsverðlaunahafar fyrir lagið No Time To Die. Getty/Neilson Barnard

Tónlistarkonan Billie Eilish var rétt í þessu að vinna Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið ásamt bróður sínum Finneas Eilish. Lagið sem um ræðir heitir No Time To Die og er titillag nýjustu James Bond kvikmyndarinnar. 

Þau þökkuðu foreldrum sínum innilega fyrir stuðninginn, sem hljóta að vera ansi stolt af börnunum sínum um þessar mundir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem titillag James Bond myndar hreppir Óskarinn en Adele sigraði meðal annars árið 2013 fyrir lagið Skyfall. 


Tengdar fréttir

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×