Trommari Foo Fighters látinn aðeins fimmtugur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 08:48 Hawkins hafði verið trommari Foo Fighters frá árinu 1997. Getty/Rich Fury Taylor Hawkins, trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, er látinn fimmtugur að aldri. Hljómsveitin tilkynnti fráfall hans í gærkvöldi. „Fjölskyldan sem Foo Fighters er er miður sín vegna hörmulegs andláts okkar heittelskaða Taylor Hawkins, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir í tísti sveitarinnar. Þar segir að andi Hawkins og smitandi hlátur hans muni lifa með sveitinni það sem eftir er. Ekki er ljóst hver orsök andlátsins voru. „Hugur okkar og hjarta eru hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Við viljum biðja ykkur að virða friðhelgi þeirra á þessum erfiðu tímum.“ pic.twitter.com/ffPHhUKRT4— Foo Fighters (@foofighters) March 26, 2022 Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku og átti að spila á Estereo Picnic tónlistarhátíðinni í Bogotá í Kólumbíu í gærkvöldi. Tónlistarhátíðin gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem það var tilkynnt að sveitin myndi ekki koma fram á hátíðinni vegna fráfalls Hawkins. Aðdáendur sveitarinnar komu saman fyrir utan hótelið, sem sveitin hafði gist á í Kólumbíu, til að minnast Hawkins, sem hafði fundist látinn á hótelherbergi sínu. Eftir hátíðina í Bogotá átti Foo Fighters að spila á Lollapalooza hátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld áður en tónleikaferð þeirra yrði haldið áfram í Bandaríkjunum. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997. Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Fjölskyldan sem Foo Fighters er er miður sín vegna hörmulegs andláts okkar heittelskaða Taylor Hawkins, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir í tísti sveitarinnar. Þar segir að andi Hawkins og smitandi hlátur hans muni lifa með sveitinni það sem eftir er. Ekki er ljóst hver orsök andlátsins voru. „Hugur okkar og hjarta eru hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Við viljum biðja ykkur að virða friðhelgi þeirra á þessum erfiðu tímum.“ pic.twitter.com/ffPHhUKRT4— Foo Fighters (@foofighters) March 26, 2022 Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku og átti að spila á Estereo Picnic tónlistarhátíðinni í Bogotá í Kólumbíu í gærkvöldi. Tónlistarhátíðin gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem það var tilkynnt að sveitin myndi ekki koma fram á hátíðinni vegna fráfalls Hawkins. Aðdáendur sveitarinnar komu saman fyrir utan hótelið, sem sveitin hafði gist á í Kólumbíu, til að minnast Hawkins, sem hafði fundist látinn á hótelherbergi sínu. Eftir hátíðina í Bogotá átti Foo Fighters að spila á Lollapalooza hátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld áður en tónleikaferð þeirra yrði haldið áfram í Bandaríkjunum. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997.
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira