Sport

Tveir rússneskir íþróttamenn í langt bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivan Kuliak sést hér eftir æfingar sínar og Z er mjög greinileg á búningi hans.
Ivan Kuliak sést hér eftir æfingar sínar og Z er mjög greinileg á búningi hans. Youtube

Rússneskur fimleikamaður og rússneskur skákmaður voru í dag dæmdir í langt keppnisbann af alþjóðasamböndum sínum fyrir að sýna Valdimír Pútín stuðning.

Tvítugi fimleikamaðurinn Ivan Kuljak var dæmdur í eins árs bann af Alþjóðafimleikasambandinu fyrir að teikna Z á keppnisbúning sinn á heimsbikarmóti þar sem hann vann bronsverðlaun.

Alþjóðafimleikasambandið, FIG, vill einnig að þjálfarinn Igor Kalabushkin og liðstjórinn Valentina Rodjonenko fái samskonar bann.

Z er tákn fyrir réttmæti innrásar Rússa inn í Úkraínu.

Rússneski skákmaðurinn Sergei Karjakin fékk hálfs árs bann frá keppni hjá Alþjóðaskáksambandinu, FIDE.

Karjakin hefur margoft lýst yfir stuðningi sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann hefur skrifað Pútín bréf þar sem hann hrósaði forsetanum fyrir innrásina í Rússland.

Hann kallaði líka yfirvöld í Úkraínu nasista eins og Pútín hefur gert svo oft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×