Katrín Tanja vildi ekki vera í liðinu hennar Anníe Mistar: Ekki rétti tíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir skipti um þjálfara og breytti æfingum sínum. Hún ætlar sér enn meira en hún hefur afrekað á frábærum ferli sínum. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru bestu vinkonur en um leið hafa þær keppt á móti hvor annarri í mörg ár. Í ár gafst þeim tækifæri til að vinna saman í nýja liðinu hjá Anníe en Katrín Tanja var ekki tilbúin að stíga það skref á þessum tímapunkti. Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira