Katrín Tanja um nýja tíma: Ógnvekjandi að breyta þjálfuninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:31 Katrín Tanja Daviðsdóttir með nýja þjálfara sínum Jami Tikkanen. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er að fara í gegnum stórar breytingar hjá sér og er ekki mikið að horfa á það að frammistaða hennar á The Open hefur ekki verið nálægt þeim bestu. Hún ætlar ekki að uppskera í mars heldur í haust þegar heimsleikarnir fara fram. Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira