Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2022 19:06 Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira