Brennan setti nýtt heimsmet með því lyfta hinum frægu Dinnie steinum sem vega 332 kíló.
Þar sem Chloe er sjálf bara 64 kíló á þyngd þá náði hún þarna að lyfta fimmfaldri líkamsþyngd sinni.
„Þvílík helgi. Heimsmet í opnum flokki og annað sætið á Arnold mótinu. Einu sinni var það aðeins draumur minn að fá að keppa á mótinu hans Arnolds. Með því að komast á verðlaunapallinn og setja heimsmet þá er ég svo sannarlega í sjöunda himni,“ skrifaði Chloe Brennan á Instagram síðu sína.
Hún sagði líka frá því að afrek hennar hafi vakið það mikla athygli að Instagram síða hennar fór á mikið flug.
Hér fyrir neðan má sjá Chloe setja þetta heimsmet.