Sport

Las það í fjöl­miðlum að hann myndi ekki lengur fylgja lands­liðinu

Eiður Þór Árnason skrifar
Þorgrímur Þráinsson er einn þekktasti rithöfundur landsins.
Þorgrímur Þráinsson er einn þekktasti rithöfundur landsins. Vísir/Vilhelm

Þorgrímur Þráinsson verður ekki lengur hluti af starfsliði A-landsliðs karla í fótbolta. Ástæðan er niðurskurður hjá landsliðum KSÍ en Þorgrímur fór ekki út í janúarferð A-landsliðsins.

Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi þá verið tjáð að einhver niðurskurður væri í kortunum og að óvíst væri með framhaldið.

„Ég las það reyndar í blöðunum að þetta væri varanlegt, mér hafði ekki verði tjáð það áður,“ segir Þorgrímur en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Fréttablaðið greindi fyrst frá því í dag að niðurskurðarhnífurinn hafi kostað Þorgrím starfið sem hann hefur sinnt um langt skeið. Hann hefur lengst af verið titlaður liðstjóri og stokkið í hin ýmsu verkefni.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi fengið beiðni um að minnka kostnað í kringum liðið og tekið þá ákvörðun að taka Þorgrím úr teyminu.

„Eins frábær og Toggi er, þá tók hann þessu eins og mesta eðalmenni. Hann er búinn að vera geggjaður í öllum þeim hlutverkum sem hann hefur verið í.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×