Sport

Þorleifur: „Hraunaði yfir stelpurnar í hálfleik“

Andri Már Eggertsson skrifar
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með úrslit leiksins 
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með úrslit leiksins  Vísir/Hulda Margrét

Grindavík steinlá fyrir Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 90-66 og var Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, afar svekktur með úrslitin. 

„Mér fannst leikurinn mjög lélegur fyrir utan þriðja leikhluta. Ég vonaðist eftir því að við myndum halda áfram að spila vel í fjórða leikhluta en það gekk alls ekki og Fjölnir stakk af,“ sagði Þorleifur svekktur með síðasta fjórðung. 

Grindavík vann þriðja leikhluta og minnkaði forskot Fjölnis niður í sex stig en þá virtist blaðran vera sprungin.

„Það fór mikil orka í að vera elta svona lengi. Í þriðja leikhluta fórum við í svæðisvörn sem við höfðum lítið æft en það virkaði. Í fjórða leikhluta þá fjaraði orkan út og Fjölnir gekk á lagið.“

Þorleifur var afar ósáttur með hvernig Grindavík spilaði í fyrri hálfleik og lét hann sitt lið heyra það í hálfleik.

„Mér fannst vanta viljann til að spila í fyrri hálfleik. Ég hraunaði vel yfir stelpurnar í hálfleik og sagði ýmislegt sem ég get ekki sagt í sjónvarpi. Það virkaði en svo var orkan búin í fjórða leikhluta og því fór sem fór,“ sagði Þorleifur að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×