Sport

Óhuggandi eftir að að fall í síðustu beygjunni kostaði liðið hennar ÓL-gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsfélagar og þjálfari Nönu Takagi reyna hér að hugahreysta hana þar sem hún situr niðurbrotin í miðju hringsins.
Liðsfélagar og þjálfari Nönu Takagi reyna hér að hugahreysta hana þar sem hún situr niðurbrotin í miðju hringsins. Getty/Douwe Bijlsma

Úrslitin ráðast aldrei fyrr en eftir lokaflautið og þangað til getur allt gerst. Það á vel við eftir keppni í skautaati kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Peking.

Japanska sveitin í liðakeppni kvenna var á góðri leið með að vinna Ólympíugullið þegar mistök eins liðsmannsins kostaði liðið sigurinn.

Takagi Nana missti jafnvægið í lokabeygjunni og rann út úr brautinni. Það gaf þeim kanadísku tækifærið á að komast fram úr og tryggja sér Ólympíugull. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan.

Takagi Nana var síðust þriggja meðlima japönsku sveitarinnar en það er tími síðasta keppanda liðsins sem telur í liðakeppninni. Hinar tvær komust því í mark á undan henni en það dugði ekki til.

Kanadísku stelpurnar fögnuðu auðvitað Ólympíugullinu sínu en Nana Takagi var óhuggandi. Hún sat og grét.

Seinna komu liðsfélagar hennar og reyndu að hughreysta hana en önnur þeirra er systir hennar Miho Takagi.

Japönsku stelpurnar voru ríkjandi Ólympíumeistarar og unnu líka síðasta heimsmeistaratitil. Takagi Nana var í báðum þeim sveitum en varð nú að sætta sig við silfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×