Sport

Katrín Tanja um para­keppnina á Reykja­víkur­leikunum: „Það veit enginn við hverju á að búast“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hundurinn Theó stal senunni í upphafi þáttar.
Hundurinn Theó stal senunni í upphafi þáttar. Stöð 2 Sport

„Ég er búin að vera á smá hlaupum í dag svo hann mætti með í settið,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir er Hjálmar Örn Jóhannsson of upptekinn við að knúsa hundinn í upphafi síðasta þáttar af Þeir Tveir.

Hjálmar Örn er annar stjórnenda þáttarins en að þessu sinni var Kjartan Atli Kjartansson með honum við stjórnvölin. Gestir þáttarins voru Crossfit-stjarnan Katrín Tanja og knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Kristjánsson ásamt hundinum Theó.

Ásamt því að knúsa hundinn í bak og fyrir leyfði Hjálmar honum einnig að drekka úr Tottenham Hotspur-bollanum sínum. Katrín Tanja tilkynnti Hjálmari – honum til mikillar gleði – þá að hún og öll hennar fjölskylda væru mikið stuðningsfólk Tottenham.

Eftir mikla hundaumræðu var loksins hægt að ræða við gesti kvöldsins. Kjartan Atli spurði Katrínu Tönju út í að keppa á Reykjavíkurleikunum en þar var loksins keppt í Crossfit.

„Hrikalega skemmtilegt. Við keppum aldrei í parakeppni svo þetta er alveg nýtt fyrir okkur. Ég keppti með André Houdet frá Danmörku, hrikalega flottur og gaman að vera í liði með honum. Þetta var svo miklu minni pressa, það var ekki pressa á mér að standa mig.“

„Ég er ekki í keppnisformi, það er febrúar. Ég á ekki að vera tilbúin fyrr en í sumar svo það voru allt aðrar áherslur á æfingum og þarna er ekki pressan á mér að standa mig sem einstaklingur heldur erum við komin í lið, það veit enginn við hverju á að búast,“ sagði Katrín Tanja að endingu en brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

Klippa: Þeir Tveir: Katrín Tanja um ReykjavíkurleikanaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.