Nýtti tímann vel í einangrun: „Datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:35 Sturla Snær í stórsvigskeppninni. vísir/epa Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason er meðal þátttakenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hann greindist með kórónuveruna síðastliðinn laugardag og var í kjölfarið sendur á hálfgert „gámasjúkrahús“ þar sem hann nýtti tímann heldur betur fer. Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira