Lífið

Rassalyftiaðgerð sem byrjar á fitusogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes Sigurjónsson starfar sem lýtalæknir í Glæsibæ.
Hannes Sigurjónsson starfar sem lýtalæknir í Glæsibæ.

Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um lýtalækningar hér á landi með Hannesi Sigurjónssyni lýtalækni sem starfar í Glæsibæ.

Þar kom fram að algengustu lýtaaðgerðirnar hér á landi séu augnlokaaðgerðir. Í þeim er húðin á efri augnlokum í raun minnkuð. Hannes segir að margar lýtaaðgerðir bæti í raun einnig lífsgæði fólks á hann þar við aðgerðir líkt og brjóstaminnkanir og svuntuaðgerðir.

Á síðustu tíu árum hafa svokallaðar fitufyllingar sprungið út í þessum bransa. Stundum er t.d. fita tekin úr maganum og komið fyrir í andlitinu. Fitufylling er einnig stundum framkvæmd á konu sem hefur farið í krabbameinsmeðferð og misst brjóst.

En svokallaðar rassalyftiaðgerð er orðin nokkuð vinsæl hér á landi.

„Þá er maður í rauninni að taka fituna á stöðum sem þú vilt helst ekki hafa hana og setja hana í rassinn til þess að breyta svolítið vaxtarlaginu. Í fyrsta hluta aðgerðarinnar er framkvæmt fitusog og þá er náð í fituna sem maður vill fá. Svo þarf að hreins fituna, setja hana í sprautur og svo varlega kemur maður þessari fitu undir húðina,“ segir Hannes í samtali við Marínu Möndum.

Þættirnir Spegilmyndin fjalla um allt sem tengist því nýjasta í lýtalækningum, heilsu, mataræði, umhirðu húðar og öðru sem tengist fegurð.

Klippa: Svona framkvæmir lýtalæknir rassalyftinguFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.