Sport

Áhorfendur leyfðir á íþróttaleikjum á ný

Sindri Sverrisson skrifar
Íslandsmeistarar KA/Þórs geta spilað fyrir framan áhorfendur á morgun í fyrsta sinn í langan tíma.
Íslandsmeistarar KA/Þórs geta spilað fyrir framan áhorfendur á morgun í fyrsta sinn í langan tíma. vísir/hulda margrét

Frá og með morgundeginum mega áhorfendur mæta að nýju á íþróttakeppnir á Íslandi, allt að 500 manns í hverju sóttvarnahólfi.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, greindi frá þessu á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Ekki verður gerð krafa um hraðpróf hjá áhorfendum.

Þetta þýðir að áhorfendur ættu til að mynda að geta mætt á viðburði Reykjavíkurleikanna sem hefjast á morgun, leiki í Olís-deild kvenna í handbolta á morgun og fleiri íþróttaviðburði sem fram undan eru.

Íþróttakeppnir hafa verið heimilar án áhorfenda síðustu vikur.

Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði hafa heimild til að taka á móti 75% leyfilegs fjölda gesta í stað 50% áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×