Lífið

Ungur Gísli Þorgeir flytur eitt þekktasta lag Steinda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gísli Þorgeir var einnig frábær knattspyrnumaður á sínum tíma. 
Gísli Þorgeir var einnig frábær knattspyrnumaður á sínum tíma. 

Í gærkvöldi fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 og Stöð 2 sport sem ber heitið Þeir tveir og er í umsjón Gumma Ben og Hjálmars Arnar Jóhannssonar.

Um er að ræða skemmtiþátt þar sem fjallað verður um íþróttir og rætt um þær á skemmtilegum nótum.

Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta.

Í þættinum var rifjað upp skemmtilegt atriðið þegar Guðjón Guðmundsson hitti Gísla Þorgeir Kristjánsson á N1 mótinu á Akureyri fyrir nokkrum árum. Þá var hann frekar ungur en greinilega mikill aðdáandi Steinda. Gísli Þorgeir er landsliðsmaður í handknattleik og sonur Þorgerðar og Kristjáns Arasonar.

Í atriðinu úr þætti Stöðvar 2, Sumarmótin með Gaupa, tók Gísli Þorgeir frægt lag með Steinda og gerði það einstaklega vel.

Klippa: Ungur Gísli Þorgeir flytur eitt þekktasta lag Steinda

Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.