Innlent

Þríeykið verður á upplýsingafundi á morgun

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á morgun. 
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á morgun.  Vísir/Vilhelm

Þríeykið mætir enn og aftur til leiks á upplýsingafundi á morgun en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknir hafa boðað til fundar klukkan ellefu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu þar fara yfir stöðu mála í faraldrinum.

Í minnisblaði sem Þórólfur sendi til Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, í gær kemur fram að faraldurinn hér á landi hafi verið nokkuð stöðugur síðustu þrjár vikur þar sem um þrettán hundruð manns eru að greinast daglega.

Ómíkron afbrigði veirunnar er uppistaðan í þeim mikla fjölda sem er að greinast núna en einnig eru um tíu prósent enn að greinast með delta afbrigðið. 

Dregið hefur úr alvarlegum veikindum á spítalanum en þeim sem eru með vægari veikindi hefur fjölgað. Það er nú áskorun Landspítala að halda starfseminni gangandi með mikinn fjölda smitaðra.

Willum tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að breytingar yrðu gerðar á sóttkví hér á landi í samræmi við tillögur Þórólfs.

Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.

Willum segist munu kynna afléttingaráætlun á föstudaginn en þangað til mun áfram gilda tíu manna samkomubann í landinu. 


Tengdar fréttir

Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag.

Miklar breytingar á sóttkví

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.

Leggur til breytingar á sótt­kví í dag og telur hug­­myndir Kára á­­gætar

Sótt­varna­læknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sótt­kví í vikunni og af­léttingar á sam­komu­tak­mörkunum í þeirri næstu. Hann segir hug­mynd Kára Stefáns­sonar um að af­nema sótt­kví og ein­angrun ekki svo vit­lausa en telur þó skyn­sam­legra að gera það í skrefum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×