Sport

Dagskráin í dag: Körfubolti, fótbolti og rafíþróttir

Atli Arason skrifar
Blikar taka á móti KR í Smáranum.
Blikar taka á móti KR í Smáranum. Vísir/Vilhelm

Það eru þrjár beinar útsendingar í dag á Stöð 2 Sport. Íslenskur körfubolti, enskur fótbolti og íslenskar rafíþróttir.

Dagskráin hefst upp úr klukkan sjö í kvöld þegar Breiðablik og KR eigast við í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í Smáranum, heimavelli Breiðabliks. KR-ingar unnu fyrri viðureign þessara liða á tímabilinu með 11 stigum, 128-117. Blikar geta komist upp fyrir KR í níunda sæti deildarinnar ef heimamenn sigra með 12 stigum eða meira. Sigri gestirnir úr Vesturbænum þá komast þeir upp í áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina og KR á samt einn til tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig. Allt saman í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 19:05.

Í ensku fyrstu deildinni er einn leikur í kvöld klukkan og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:40. Það er viðureign Blackburn og Middlesbrough. Blackburn er í þriðja sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Middlesbrough er í sjöunda sæti með 42 stig. Leikurinn er því mikilvægur fyrir bæði lið sem gera sér vonir um að spila í Úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fer fram á Ewood Park, heimavelli fyrrum Englandsmeistarana í Blackburn.

Klukkan 20:00 hefst svo GameTívi á Stöð 2 eSport. Þar munu Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Dói spila fjölbreytta leiki og streyma því í beinni útsendingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.