Dagný byrjaði leikinn í fremstu víglínu ásamt Claudiu Walker, en það var Katerina Svitkova sem kom liðinu yfir stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Lisu Evans.
Staðan vað því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Dagný kom heimakonum í 2-0 á 57. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti Lisu Evans.
WE HAVE A SECOND!
— West Ham United Women (@westhamwomen) January 23, 2022
It's great play from Evans, who's initial shot is saved - but @dagnybrynjars follows in and steers the ball home!
COME ON YOU IRONS ⚒️#WHUEVE 2-0
Watch live ➡️ https://t.co/2mdgLjmgCM pic.twitter.com/IWuWoKdC0c
Claudia Walker gulltryggði síðan sigur West Ham þegar hún skoraði þriðja mark liðsins tæpum fimm mínútum fyrir leikslok.
Þetta reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur urðu því 3-0. West Ham situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, sex stigum meira en Everton sem situr í tíunda sæti.