Sport

Bills slátraði Pat­riots og heldur á­fram leið sinni í átt að Ofur­skálinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Josh Allen átti stórkostlegan leik í nótt.
Josh Allen átti stórkostlegan leik í nótt. NFL

Tveir leikir fóru fram í hinni svokölluðu „Wild Card“ umferð NFL-deildarinnar í nótt. Buffalo Bills vann 30 stiga sigur á New England Patriots, 47-17 og Cincinnati Bengals unnu Las Vegas Raiders 26-19. Bills og Bengals eiga því enn möguleika á að komast í leikinn um Ofurskálina.

Fyrir leik Bills og Patriots voru liðin nokkuð jöfn en á meðan Buffalo hafði unnið 11 og tapað 6 höfðu Patriots unnið 10 og tapað 7. 

Leikurinn endaði hins vegar sem leikur kattarins að músinni. Staðan í hálfleik var 27-3 og þó sóknarleikur Patriots hafi skánað örlítið í síðari hálfleik unnu Bills leikinn einkar sannfærandi.

Josh Allen, leikstjórnandi Bills, kastaði fyrir fimm snertimörkum.

Leikur Bengals og Raiders var öllu jafnari en staðan í hálfleik var 10-13. Sóknarleikur beggja hikstaði í síðari hálfleik en á endanum tókst Bengals að landa sigri.

NFL veisla Stöð 2 Sport heldur áfram með þremur leikjum í beinni útsendingu í kvöld. Meistarar Tampa Bay Buccaneers taka á móti Philadelphia Eagles klukkan 18.00. Klukkan 21.30 er komið að leik Dallas Cowboys og San Francisco 49ers.

Að lokum er svo leikur Kansas City Chiefs of Pittsburgh Steelers klukkan 01.10 í nótt.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.