„Morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda“ Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 18:50 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur kallað eftir stuðningi stjórnvalda við íþróttafélög á Íslandi. Rætt hefur verið um það síðustu daga að hinir ýmsu iðnaðir og atvinnugreinar þurfa á stuðningi að halda frá hinu opinbera vegna takmarkanna en Hannesi finnst eins og íþróttafélög hafi gleymst í þeirri umræðu. „Mér finnst eins og forsætisráðherra hafi gleymt okkur og sérstaklega núna í gær þegar það var verið að ræða hvað væri fram undan, þá var ekki minnst á íþróttahreyfinguna og mér finnst það vera frekar slappt,“ sagði Hannes í viðtali á Ríkisútvarpinu. Tekjutap íþróttafélaganna hefur verið gífurlegt í sóttvarnarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og ljóst er að tekjutapið verður meira í næstu viku þegar algjört áhorfenda bann tekur gildi. Fram að þessu hefur verið leyfi fyrir 200 manns í hólfi með neikvæðu hraðprófi. Fjarfundur stjórnar KKÍ með formönnum allra íþróttafélaga innan sambandsins var haldin í hádeginu í gær en þar kom fram vilji til að halda tímabilinu áfram þrátt fyrir takmarkanir. Hannes kallar þó eftir fjárhagsstuðningi hins opinbera við íþróttafélögin. „Rétt fyrir áramótin þá fundaði ég meðal annars með ráðherra íþróttamála og gerði honum grein fyrir stöðunni. Það var alveg ljóst að íþróttahreyfingin þarf mun meiri stuðning en ríkisstjórnin hefur gert vel og stutt við félögin fyrr í faraldrinum. Núna er það bara þannig að það eru búnar að vera áhorfenda takmarkanir í allan vetur og rauninni undanfarin tvö ár.“ Ekki er sala á aðgöngumiðum í hallirnar það eina sem er að hrjá íþróttafélögin því fyrirtækin í landinu eru einnig að halda að sér höndum vegna tekjutaps þeirra. „Fyrirtækin koma líka minna að stuðningi við félögin. Það er alveg morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
„Mér finnst eins og forsætisráðherra hafi gleymt okkur og sérstaklega núna í gær þegar það var verið að ræða hvað væri fram undan, þá var ekki minnst á íþróttahreyfinguna og mér finnst það vera frekar slappt,“ sagði Hannes í viðtali á Ríkisútvarpinu. Tekjutap íþróttafélaganna hefur verið gífurlegt í sóttvarnarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og ljóst er að tekjutapið verður meira í næstu viku þegar algjört áhorfenda bann tekur gildi. Fram að þessu hefur verið leyfi fyrir 200 manns í hólfi með neikvæðu hraðprófi. Fjarfundur stjórnar KKÍ með formönnum allra íþróttafélaga innan sambandsins var haldin í hádeginu í gær en þar kom fram vilji til að halda tímabilinu áfram þrátt fyrir takmarkanir. Hannes kallar þó eftir fjárhagsstuðningi hins opinbera við íþróttafélögin. „Rétt fyrir áramótin þá fundaði ég meðal annars með ráðherra íþróttamála og gerði honum grein fyrir stöðunni. Það var alveg ljóst að íþróttahreyfingin þarf mun meiri stuðning en ríkisstjórnin hefur gert vel og stutt við félögin fyrr í faraldrinum. Núna er það bara þannig að það eru búnar að vera áhorfenda takmarkanir í allan vetur og rauninni undanfarin tvö ár.“ Ekki er sala á aðgöngumiðum í hallirnar það eina sem er að hrjá íþróttafélögin því fyrirtækin í landinu eru einnig að halda að sér höndum vegna tekjutaps þeirra. „Fyrirtækin koma líka minna að stuðningi við félögin. Það er alveg morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira