Innlent

Fyrri hug­myndir um Jans­sen löngu úr­eltar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir í svari til heil­brigðis­ráðu­neytisins að í delta-bylgjunni hafi fólk með einn skammt af Jans­sen verið þrisvar sinnum lík­legra til að smitast en þeir sem voru með tvo skammta af öðru bólu­efni.
Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir í svari til heil­brigðis­ráðu­neytisins að í delta-bylgjunni hafi fólk með einn skammt af Jans­sen verið þrisvar sinnum lík­legra til að smitast en þeir sem voru með tvo skammta af öðru bólu­efni. vísir/vilhelm

Allar hug­myndir um góða virkni eins skammts af bólu­efni Jans­sen gegn kórónu­veirunni úr­eltust um leið og ný af­brigði veirunnar, delta og ó­míkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Jans­sen alveg eins og hin bólu­efnin; einn skammtur af Jans­sen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heil­brigðis­ráðu­neytið að líta það sömu augum og hin bólu­efnin þegar það breytti reglum um sótt­kví þrí­bólu­settra.

Þetta kemur fram í svari ráðu­neytisins við fyrir­spurn um­boðs­manns Al­þingis sem óskaði í vikunni eftir upp­lýsingum frá ráðu­neytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sótt­kví næðu ekki til þeirra sem hefðu að­eins fengið einn örvunar­skammt í kjöl­far bólu­setningar með bólu­efni Jans­sen.

Með breytingunum er ein­stak­lingum sem eru þrí­bólu­settir minnst fjór­tán dögum áður en þeir eru út­settir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og mat­vöru­verslanir á meðan þeir eru í sótt­kví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunar­skammt eftir að hafa hlotið grunn­bólu­setningu með Jans­sen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu.

Þrefalt líklegri til að smitast

Í svari ráðu­neytisins við fyrir­spurn um­boðs­manns Al­þingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið á­kveðið að fylgja nýjustu læknis­fræði­legu þekkingu á Co­vid-19 og þeim bólu­efnum sem notuð hafa verið gegn sjúk­dómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að ein­staklingar séu varðir gegn CO­VID-19 í reynd en ekki endi­lega hvort markaðs­leyfi bólu­efnisins miði grunn­bólu­setningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu.

Við gerð þess ráð­færði heil­brigðis­ráðu­neytið sig við sótt­varna­lækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-af­brigðið tók yfir hér á landi, að smit­tíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Jans­sen væri þre­föld miðað við smit­tíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bólu­efnum.

Allar rann­sóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Jans­sen veiti sam­bæri­lega vernd og  einn skammtur af öðrum bólu­efnum og að grunn­bólu­setning með Jans­sen og einn örvunar­skammtur með öðru bólu­efni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunn­bólu­setningu við gerð sótt­varna­reglna í fram­tíðinni þrátt fyrir að markaðs­leyfi Jans­sen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunn­bólu­setningu.

Sótt­varna­læknir bendir á að einn skammtur af Jans­sen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upp­runa­lega af­brigði veirunnar en um leið og meira smitandi af­brigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta mis­ræmi komið fram.

Því virðist sem svo að allar fyrri hug­myndir um Jans­sen séu fyrir bí í augum heil­brigðis­yfir­valda og ef þeir sem fengu upp­runa­lega Jans­sen vilja sleppa við ströngustu sótt­kvíar­reglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bólu­efni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúar­lokum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.