Sport

NBA leikmaður hvetur íþróttafólk til að sniðganga Vetrarólympíuleikana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enes Kanter Freedom vill að fá hjálp besta íþróttafólk heims til að berjast á móti mannréttindabrotum í Kína og besta leiðin til þess væri að sniðganga Ólympíuleikana.
Enes Kanter Freedom vill að fá hjálp besta íþróttafólk heims til að berjast á móti mannréttindabrotum í Kína og besta leiðin til þess væri að sniðganga Ólympíuleikana. Samsett/EPA

NBA leikmaðurinn Enes Kanter Freedom er að reyna að fá íþróttafólk heimsins til að hætta við þátttöku á Vetraólympíuleikunum sem eiga að hefjast í Peking í Kína eftir aðeins þrjár vikur.

Kanter, sem nýverið tók upp nafnið Freedom, er leikmaður Boston Celtics. Hann hefur gagnrýnt ógnarstjórnin í heimalandi sínu Tyrklandi og hefur skapað sér óvinsældir þar sem og Kína. Kanter Freedom hefur gagnrýnt mannréttindabrot í Kína og gerði það aftur í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið.

„Við erum að tala um það að núna er þjóðarmorð í gangi þarna,“ sagði Enes Kanter Freedom.

„Það er mikilvægt að íþróttafólk noti sinn pall til að vera rödd alls þess saklausa fólks út um allan heim sem hefur ekki rödd,“ sagði Enes.

„Það eru svo margt íþróttafólk, leikarar, söngvarar og rapparar eða fólk sem hefur vettvang til að láta í sér heyra um þessi mál en eru hrædd við það út af viðskiptalegu hliðinni. Það er svo mikill peningur í spilunum og stundum er Kína auðvitað að borga þennan pening og þá þora þau ekki að segja eitt einasta orð,“ sagði Enes.

„Mér finnst að allt þetta íþróttafólk verði að stíga fram og segja: Ég get ekki keppt þar sem þjóðarmorð er í gangi, þar sem öll þessi mannréttindabrot eru látin viðgangast og þar sem fólk er pyndað og nauðgað í fangabúðum,“ sagði Kanter Freedom.

„Ég er enn vongóður. Þegar ég hef talað við þetta íþróttafólk þá sagði ég við þau að öll gullverðlaun í heiminum eru ekki mikilvægari en siðferði þitt, prinsipp þín eða gildi þín. Mér finnst ég því þurfa að berjast fyrir hinu rétta,“ sagði Kanter Freedom.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.