Sport

Al­dís Kara skráði nýjan kafla í list­skauta­söguna og fimm­tán ára Rússi setti heims­met

Sindri Sverrisson skrifar
Aldís Kara Bergsdóttir í æfingum sínum á EM í dag.
Aldís Kara Bergsdóttir í æfingum sínum á EM í dag. Skjáskot/Youtube

Aldís Kara Bergsdóttir varð í dag fyrst Íslendinga frá upphafi til að keppa á Evrópumeistaramóti fullorðinna í listskautum, á EM í Tallinn í Eistlandi.

Í dag var keppt í skylduæfingum og tóku 36 keppendur þátt í kvennaflokki. Efstu 24 keppendurnir í dag komust áfram og keppa í frjálsum æfingum á morgun en Aldís Kara komst ekki í þann hóp.

Akureyringurinn hlaut samtals 42,23 stig fyrir æfingar sínar í dag en hún var fyrst til að sýna listir sínar í dag. Stigafjöldinn skilaði Aldísi Köru 34. sæti.

Æfingar Aldísar Köru má sjá hér að neðan. Hún hrasaði þegar hún ætlaði að tengja saman tvö stökk snemma í æfingunum en náði sér vel á strik eftir það. Bein útsending var frá mótinu á Youtube og má sjá útsendinguna hér að neðan:

Fimmtán ára með heimsmet

Efsti keppandi í dag varð hin 15 ára gamla Kamila Valieva frá Rússlandi sem hlaut langhæstu einkunnina eða 90,45 og bætti þar með eigið heimsmet.

Aleksandra Golovkina frá Litháen varð í 24. sæti og þar með síðust til að komast áfram, með einkunnina 52,63.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×