Sport

Tók skóna af hillunni nokkrum dögum fyrir úrslitakeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Weddle var frábær leikmaður en það er langt síðan við sáum til hans síðast.
Eric Weddle var frábær leikmaður en það er langt síðan við sáum til hans síðast. Getty/Alika Jenner

Forráðamenn Los Angeles Rams fundu ekki mann fyrir Jordan Fuller innan liðsins heldur hringdu í gamla hetju liðsins.

Það er svo sem ekki óþekkt að leikmenn hætti við að hætta og snúi aftur inn á völlinn en það eru hins vegar fáir sem gera það á miðju tímabili og hvað þá nokkrum dögum fyrir úrslitakeppni.

NFL-leikmaðurinn Eric Weddle tók hins vegar skóna af hillunni í vikunni og ætlar að hjálpa liði Los Angeles Rams í úrslitakeppninni sem hefst um komandi helgi.

Rams var í miklum vandræðum eftir að Jordan Fuller meiddist illa í tapinu á móti San Francisco 49ers á sunnudaginn. Fuller var stjórnandi varnar liðsins og liðinu gríðarlega mikilvægur.

Eric Weddle er orðinn 37 ára gamall en hann hætti eftir 2019 tímabilið. Hann var þá fyrirliði Rams og stjórnaði vörninni. Hann þekkir því vel til félagsins og til leikmanna þótt að hann hafi verið frá í tvö ár. Weddle var afburðarleikmaður á sínum tíma, sex sinnum komst hann í Pro Bowl.

Jalen Ramsey, einn allra besti varnarmaður Rams liðsins og deildarinnar, fagnaði fréttunum eins og sjá má hér fyrir neðan.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.