„Lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð“ Atli Arason skrifar 12. janúar 2022 22:43 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur með 11 stiga tap gegn erkifjendunum í Keflavík í kvöld, 63-52. „Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa körfuboltaleik. Enn þá verra að tapa á móti Keflavík. Við bara einmitt lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik en Njarðvíkingar lentu illa í Covid veirunni sem frestaði bæði leikjum og æfingum hjá liðinu. „Við höfum ekki spilað körfubolta í 32 daga. Sóknarlega vorum við algjörlega hræðilegar á köflum. Við fáum smá spark og þá sérstaklega með Kamillu og Láru sem komu af bekknum í fyrri hálfleik, en að finna lausnir, að vera sterkar, að hafa sjálfstraust á boltanum og einfaldir hlutir eins og gefa hann á milli manna vantaði.“ „Við vissum að Keflvíkingar myndu koma og vera agressífar og það átti ekki að koma okkur á óvart en við vorum bara ekki tilbúnar í þennan leik.“ Eftir að hafa byrjað leikinn illa þá komu Njarðvíkingar aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta áður en þær misstu leikinn alveg frá sér í þeim þriðja þegar Keflavík skoraði 18 stig gegn 5. „Þetta eru leikkaflar þar sem við tökum ekki nógu vel á mótlætinu og ég tek það á mig. Ég þarf að finna einhverjar lausnir til að hvetja mína leikmenn áfram, að taka svona högg á kassann og bregðast betur við. Það er eitthvað sem ég tek á mig og þarf að finna lausnir á.“ Einhverjir gagnrýnendur Njarðvíkur liðsins hafa látið eftir sér að liðið treysti of mikið á erlenda atvinnumenn liðsins en þær voru allar undir meðaltölum sínum í stigaskori í kvöld. Það skiptir Rúnar ekki máli hvað þessar gagnrýnis raddir segja en hann segir af og frá að liðið sitt treysti einungis á framlag frá erlendu leikmönnum sínum. „Mér er bara alveg sama hvað fólk segir. Ég er með 12 leikmenn á skýrslu hvort sem þær eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Ég legg ekki áherslu á að mínir erlendu leikmenn taki fleiri skot en hinir leikmennirnir mínir. Ég legg áherslu á að spila liðsbolta. Ef t.d. Helena eða Kamilla fá endalaust af opnum skotum á vængjunum þá tökum við þau og ef við vinnum leiki þannig þá er mér bara alveg sama. Ef ég þarf að leita meira af kananum mínum, sem er klárlega 'go-to' leikmaður sem við getum sett boltann í hendurnar á og búið eitthvað til, ef það er opið þá gerum við það. Gagnrýnisraddir mega heyrast, þetta er liðsíþrótt og við erum með 12 leikmenn á skýrslu,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í þessa gagnrýni. Njarðvík missti toppsætið til Fjölnis með þessu tapi en það truflar liðið ekki. Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Fjölni og Rúnar kallar eftir betri frammistöðu þar en í kvöld. „Við erum með innbyrðis viðureignir á Fjölni. Þær eru búnar að spila fleiri leiki en við, en þær eru með jafn marga tapleiki, þrjá. Við erum búnar að vinna þær þrisvar í röð og við mætum þeim eftir viku og við hljótum að gera betur þá en við gerðum í kvöld,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
„Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa körfuboltaleik. Enn þá verra að tapa á móti Keflavík. Við bara einmitt lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik en Njarðvíkingar lentu illa í Covid veirunni sem frestaði bæði leikjum og æfingum hjá liðinu. „Við höfum ekki spilað körfubolta í 32 daga. Sóknarlega vorum við algjörlega hræðilegar á köflum. Við fáum smá spark og þá sérstaklega með Kamillu og Láru sem komu af bekknum í fyrri hálfleik, en að finna lausnir, að vera sterkar, að hafa sjálfstraust á boltanum og einfaldir hlutir eins og gefa hann á milli manna vantaði.“ „Við vissum að Keflvíkingar myndu koma og vera agressífar og það átti ekki að koma okkur á óvart en við vorum bara ekki tilbúnar í þennan leik.“ Eftir að hafa byrjað leikinn illa þá komu Njarðvíkingar aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta áður en þær misstu leikinn alveg frá sér í þeim þriðja þegar Keflavík skoraði 18 stig gegn 5. „Þetta eru leikkaflar þar sem við tökum ekki nógu vel á mótlætinu og ég tek það á mig. Ég þarf að finna einhverjar lausnir til að hvetja mína leikmenn áfram, að taka svona högg á kassann og bregðast betur við. Það er eitthvað sem ég tek á mig og þarf að finna lausnir á.“ Einhverjir gagnrýnendur Njarðvíkur liðsins hafa látið eftir sér að liðið treysti of mikið á erlenda atvinnumenn liðsins en þær voru allar undir meðaltölum sínum í stigaskori í kvöld. Það skiptir Rúnar ekki máli hvað þessar gagnrýnis raddir segja en hann segir af og frá að liðið sitt treysti einungis á framlag frá erlendu leikmönnum sínum. „Mér er bara alveg sama hvað fólk segir. Ég er með 12 leikmenn á skýrslu hvort sem þær eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Ég legg ekki áherslu á að mínir erlendu leikmenn taki fleiri skot en hinir leikmennirnir mínir. Ég legg áherslu á að spila liðsbolta. Ef t.d. Helena eða Kamilla fá endalaust af opnum skotum á vængjunum þá tökum við þau og ef við vinnum leiki þannig þá er mér bara alveg sama. Ef ég þarf að leita meira af kananum mínum, sem er klárlega 'go-to' leikmaður sem við getum sett boltann í hendurnar á og búið eitthvað til, ef það er opið þá gerum við það. Gagnrýnisraddir mega heyrast, þetta er liðsíþrótt og við erum með 12 leikmenn á skýrslu,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í þessa gagnrýni. Njarðvík missti toppsætið til Fjölnis með þessu tapi en það truflar liðið ekki. Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Fjölni og Rúnar kallar eftir betri frammistöðu þar en í kvöld. „Við erum með innbyrðis viðureignir á Fjölni. Þær eru búnar að spila fleiri leiki en við, en þær eru með jafn marga tapleiki, þrjá. Við erum búnar að vinna þær þrisvar í röð og við mætum þeim eftir viku og við hljótum að gera betur þá en við gerðum í kvöld,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira