„Lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð“ Atli Arason skrifar 12. janúar 2022 22:43 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur með 11 stiga tap gegn erkifjendunum í Keflavík í kvöld, 63-52. „Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa körfuboltaleik. Enn þá verra að tapa á móti Keflavík. Við bara einmitt lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik en Njarðvíkingar lentu illa í Covid veirunni sem frestaði bæði leikjum og æfingum hjá liðinu. „Við höfum ekki spilað körfubolta í 32 daga. Sóknarlega vorum við algjörlega hræðilegar á köflum. Við fáum smá spark og þá sérstaklega með Kamillu og Láru sem komu af bekknum í fyrri hálfleik, en að finna lausnir, að vera sterkar, að hafa sjálfstraust á boltanum og einfaldir hlutir eins og gefa hann á milli manna vantaði.“ „Við vissum að Keflvíkingar myndu koma og vera agressífar og það átti ekki að koma okkur á óvart en við vorum bara ekki tilbúnar í þennan leik.“ Eftir að hafa byrjað leikinn illa þá komu Njarðvíkingar aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta áður en þær misstu leikinn alveg frá sér í þeim þriðja þegar Keflavík skoraði 18 stig gegn 5. „Þetta eru leikkaflar þar sem við tökum ekki nógu vel á mótlætinu og ég tek það á mig. Ég þarf að finna einhverjar lausnir til að hvetja mína leikmenn áfram, að taka svona högg á kassann og bregðast betur við. Það er eitthvað sem ég tek á mig og þarf að finna lausnir á.“ Einhverjir gagnrýnendur Njarðvíkur liðsins hafa látið eftir sér að liðið treysti of mikið á erlenda atvinnumenn liðsins en þær voru allar undir meðaltölum sínum í stigaskori í kvöld. Það skiptir Rúnar ekki máli hvað þessar gagnrýnis raddir segja en hann segir af og frá að liðið sitt treysti einungis á framlag frá erlendu leikmönnum sínum. „Mér er bara alveg sama hvað fólk segir. Ég er með 12 leikmenn á skýrslu hvort sem þær eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Ég legg ekki áherslu á að mínir erlendu leikmenn taki fleiri skot en hinir leikmennirnir mínir. Ég legg áherslu á að spila liðsbolta. Ef t.d. Helena eða Kamilla fá endalaust af opnum skotum á vængjunum þá tökum við þau og ef við vinnum leiki þannig þá er mér bara alveg sama. Ef ég þarf að leita meira af kananum mínum, sem er klárlega 'go-to' leikmaður sem við getum sett boltann í hendurnar á og búið eitthvað til, ef það er opið þá gerum við það. Gagnrýnisraddir mega heyrast, þetta er liðsíþrótt og við erum með 12 leikmenn á skýrslu,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í þessa gagnrýni. Njarðvík missti toppsætið til Fjölnis með þessu tapi en það truflar liðið ekki. Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Fjölni og Rúnar kallar eftir betri frammistöðu þar en í kvöld. „Við erum með innbyrðis viðureignir á Fjölni. Þær eru búnar að spila fleiri leiki en við, en þær eru með jafn marga tapleiki, þrjá. Við erum búnar að vinna þær þrisvar í röð og við mætum þeim eftir viku og við hljótum að gera betur þá en við gerðum í kvöld,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira
„Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa körfuboltaleik. Enn þá verra að tapa á móti Keflavík. Við bara einmitt lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik en Njarðvíkingar lentu illa í Covid veirunni sem frestaði bæði leikjum og æfingum hjá liðinu. „Við höfum ekki spilað körfubolta í 32 daga. Sóknarlega vorum við algjörlega hræðilegar á köflum. Við fáum smá spark og þá sérstaklega með Kamillu og Láru sem komu af bekknum í fyrri hálfleik, en að finna lausnir, að vera sterkar, að hafa sjálfstraust á boltanum og einfaldir hlutir eins og gefa hann á milli manna vantaði.“ „Við vissum að Keflvíkingar myndu koma og vera agressífar og það átti ekki að koma okkur á óvart en við vorum bara ekki tilbúnar í þennan leik.“ Eftir að hafa byrjað leikinn illa þá komu Njarðvíkingar aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta áður en þær misstu leikinn alveg frá sér í þeim þriðja þegar Keflavík skoraði 18 stig gegn 5. „Þetta eru leikkaflar þar sem við tökum ekki nógu vel á mótlætinu og ég tek það á mig. Ég þarf að finna einhverjar lausnir til að hvetja mína leikmenn áfram, að taka svona högg á kassann og bregðast betur við. Það er eitthvað sem ég tek á mig og þarf að finna lausnir á.“ Einhverjir gagnrýnendur Njarðvíkur liðsins hafa látið eftir sér að liðið treysti of mikið á erlenda atvinnumenn liðsins en þær voru allar undir meðaltölum sínum í stigaskori í kvöld. Það skiptir Rúnar ekki máli hvað þessar gagnrýnis raddir segja en hann segir af og frá að liðið sitt treysti einungis á framlag frá erlendu leikmönnum sínum. „Mér er bara alveg sama hvað fólk segir. Ég er með 12 leikmenn á skýrslu hvort sem þær eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Ég legg ekki áherslu á að mínir erlendu leikmenn taki fleiri skot en hinir leikmennirnir mínir. Ég legg áherslu á að spila liðsbolta. Ef t.d. Helena eða Kamilla fá endalaust af opnum skotum á vængjunum þá tökum við þau og ef við vinnum leiki þannig þá er mér bara alveg sama. Ef ég þarf að leita meira af kananum mínum, sem er klárlega 'go-to' leikmaður sem við getum sett boltann í hendurnar á og búið eitthvað til, ef það er opið þá gerum við það. Gagnrýnisraddir mega heyrast, þetta er liðsíþrótt og við erum með 12 leikmenn á skýrslu,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í þessa gagnrýni. Njarðvík missti toppsætið til Fjölnis með þessu tapi en það truflar liðið ekki. Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Fjölni og Rúnar kallar eftir betri frammistöðu þar en í kvöld. „Við erum með innbyrðis viðureignir á Fjölni. Þær eru búnar að spila fleiri leiki en við, en þær eru með jafn marga tapleiki, þrjá. Við erum búnar að vinna þær þrisvar í röð og við mætum þeim eftir viku og við hljótum að gera betur þá en við gerðum í kvöld,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira