Síðasti leikdagur NFL tímabilsins | Hvaða lið fara í úrslitakeppnina? Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. janúar 2022 11:30 Dallas Cowboys eru komnir í úrslitakeppnina EPA-EFE/CJ GUNTHER Síðasti leikdagur þessa lengsta tímabils í sögu NFL deildarinnar er runninn upp og því er ekki úr vegi að fara yfir hvaða lið eru á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið eiga enn eftir að tryggja sér sæti. Í NFC deildinni er engin spenna á toppnum því Green Bay Packers(13-3) hafa nú þegar tryggt sér toppsætið annað árið í röð með líklegan MVP deildarinnar innanborðs, Aaron Rodgers. Þar á eftir koma LA Rams(12-4) og Tampa Bay Buccaneers(12-4) sem eru bæði efst í sínum riðlum. Þá eru Dallas Cowboys(12-5) og Arizona Cardinals(11-5) líka með örugg sæti sem og Philadelphia Eagles(9-8). Þar með er bara eitt laust sæti eftir í NFC deildinni og það fer annaðhvort til San Francisco 49ers(9-7) eða New Orleans Saints(8-8). 49ers eru í betri stöðu og tryggja sér sætið með sigri á LA Rams í leik sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Week 18. This is the #NFLSeasonFinale. pic.twitter.com/ymTNYM9OfE— NFL (@NFL) January 3, 2022 Í AFC deildinni er meiri spenna á toppnum en bæði Kansas City Chiefs(12-5) og Tennessee Titans(11-5) geta náð efsta sætinu. Chiefs setti pressu á Titans með góðum sigri á Denver Broncos í gærkvöldi en Titans tryggja sér sætið ef liðið sigrar Houston í dag. Cincinatti Bengals(10-6), Buffalo Bills(10-6) og New England Patriots(10-6) eru einnig örugg inn í úrslitakeppnina. Fimm lið í AFC deildinni eru svo að eltast við síðustu tvö sætin. Indianapolis Colts(9-7) og LA Chargers(9-7) eru í sætunum núna. Colts spila við Jacksonville Jaguars í dag sem eru lélegasta lið deildarinnar og ef Colts vinna þá er síðasta sætið keppni á milli LA Chargers og Las Vegas Raiders(9-7). Ef Colts hins vegar tapa þá opnar það leiðina fyrir Pittsburgh Steelers(8-7-1) eða Baltimore Ravens(8-8) sem mætast einmitt í hinum leik dagsins á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:00. Það er ljóst að spennan verður mikil í dag. NFL Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira
Í NFC deildinni er engin spenna á toppnum því Green Bay Packers(13-3) hafa nú þegar tryggt sér toppsætið annað árið í röð með líklegan MVP deildarinnar innanborðs, Aaron Rodgers. Þar á eftir koma LA Rams(12-4) og Tampa Bay Buccaneers(12-4) sem eru bæði efst í sínum riðlum. Þá eru Dallas Cowboys(12-5) og Arizona Cardinals(11-5) líka með örugg sæti sem og Philadelphia Eagles(9-8). Þar með er bara eitt laust sæti eftir í NFC deildinni og það fer annaðhvort til San Francisco 49ers(9-7) eða New Orleans Saints(8-8). 49ers eru í betri stöðu og tryggja sér sætið með sigri á LA Rams í leik sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Week 18. This is the #NFLSeasonFinale. pic.twitter.com/ymTNYM9OfE— NFL (@NFL) January 3, 2022 Í AFC deildinni er meiri spenna á toppnum en bæði Kansas City Chiefs(12-5) og Tennessee Titans(11-5) geta náð efsta sætinu. Chiefs setti pressu á Titans með góðum sigri á Denver Broncos í gærkvöldi en Titans tryggja sér sætið ef liðið sigrar Houston í dag. Cincinatti Bengals(10-6), Buffalo Bills(10-6) og New England Patriots(10-6) eru einnig örugg inn í úrslitakeppnina. Fimm lið í AFC deildinni eru svo að eltast við síðustu tvö sætin. Indianapolis Colts(9-7) og LA Chargers(9-7) eru í sætunum núna. Colts spila við Jacksonville Jaguars í dag sem eru lélegasta lið deildarinnar og ef Colts vinna þá er síðasta sætið keppni á milli LA Chargers og Las Vegas Raiders(9-7). Ef Colts hins vegar tapa þá opnar það leiðina fyrir Pittsburgh Steelers(8-7-1) eða Baltimore Ravens(8-8) sem mætast einmitt í hinum leik dagsins á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:00. Það er ljóst að spennan verður mikil í dag.
NFL Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira