Real Madrid tapaði fyrir Getafe

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hazard komst hvorki lönd né strönd frekar en aðrir sóknarmenn Real Madrid í dag.
Hazard komst hvorki lönd né strönd frekar en aðrir sóknarmenn Real Madrid í dag. vísir/Getty

Topplið spænsku úrvalsdeildarinnar byrjar nýja árið ekki með neinum glæsibrag en Real Madrid heimsótti Getafe í fyrsta leik ársins í La Liga í dag.

Skemmst er frá því að segja að stórstjörnur Real Madrid virtust enn vera í jólafríi því ekki tókst þeim að skora í dag þrátt fyrir að vera meira og minna með boltann innan síns liðs.

Tyrkinn stóri og stæðilegi, Enes Unal, kom Getafe í forystu snemma leiks og reyndist það sigurmark leiksins því ekkert meira var skorað.

Real Madrid missti því af tækifæri til að koma forskoti sínu upp í ellefu stig en Sevilla á tvo leiki til góða í öðru sæti deildarinnar.

Getafe hins vegar lyfti sér hins vegar upp í 16.sæti deildarinnar og fjarlægðist aðeins fallsvæðið en þetta var fjórði sigur liðsins á tímabilinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.