Lífið

Gæsa­húða­flutningur Ey­þórs Inga á laginu Ó, helga nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyþór Ingi og gospelkór saman á sviðinu.
Eyþór Ingi og gospelkór saman á sviðinu.

Sóli Hólm og Eva Laufey stigu á stokk í sérstökum jólaskemmtiþætti á Stöð 2 í kvöld sem gekk undir nafninu Vertu með okkur um jólin.

Um var að ræða tónlistarveislu þar sem kertaljós og kósý stemming var í fyrirrúmi. Einvalalið tónlistarfólks fluttu klassísk og vinsæl jólalög í bland við ný. 

Davíð Sigurgeirsson stýrði hljómsveit og 30 manna gospelkór Jóns Vídalíns var á svæðinu listamönnunum til halds og trausts.

Söngvarinn Eyþór Ingi flutti til að mynda lagið fallega Ó, helga nótt með gospelkórnum og var útgáfan af dýrari gerðinni og algjör gæsahúðaflutningur eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Eyþór Ingi - Ó, helga nóttFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.