Erlent

Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar í Washington D.C. bíða í langri röð eftir að fá afhent ókeypis heimapróf fyrir jólahátíðina.
Íbúar í Washington D.C. bíða í langri röð eftir að fá afhent ókeypis heimapróf fyrir jólahátíðina. epa/Jim Lo Scalzo

Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði.

Sérfræðingar hafa þó enn áhyggjur af því að gríðarlegur fjöldi tilfella muni verða heilbrigðisstofnunum ofviða. Fleiri en 100 þúsund tilvik greindust á einum sólahring í Bretlandi í vikunni. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í faraldrinum.

Samkvæmt vísindamönnum sem vinna að rannsókn sem nú stendur yfir í Skotlandi ættu 47 að hafa lagst inn á sjúkrahús með ómíkron ef afbrigðið hegðaði sér eins og delta. Raunverulegur fjöldi er hins vegar 15.

Um 65 prósent færri legðust nú inn á sjúkrahús en tilfelli ómíkron væru hins vegar enn fá og fátt um eldra fólk. Jim McMenamin, sem fer fyrir baráttunni gegn Covid-19 í Skotlandi segir um að ræða góðar fréttir, með fyrirvara.

Mark Woolhouse, prófessor við University of Edinburgh, segir að mögulega muni einstaklingar almennt upplifa mildari veikindi en vegna delta en hættan væri hins vegar sú að margir veikist á sama tíma og setja gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið.

Rannsóknin í Suður-Afríku bendir til þess að þeir sem veikjast af ómíkron séu 70 til 80 prósent ólíklegri til að þurfa á innlögn að halda en þeir sem hafa greinst með önnur afbrigði veirunnar. Hins vegar virðist þeim fara eins sem leggjast inn yfirhöfuð.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.


Tengdar fréttir

Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Co­vid

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×