Searle skaut Borland niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 16:17 Þrátt fyrir að sjá varla á píluspjaldið er Ryan Searle afar flinkur spilari. getty/John Walton Ryan Searle, William O'Connor og Luke Humphries komust örugglega í 3. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Joe Cullen þurfti hins vegar að hafa mikið fyrir sínum sigri. Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker Pílukast Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Pílukast Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Sjá meira