Fyrsta stikla Northman: Ísland, Björk og brjálaður Skarsgård Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 14:32 Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Universal frumsýndi í dag fyrstu stiklu víkingamyndarinnar The Northman eftir Robert Eggers. Myndin á að gerast á Íslandi um árið þúsund og handritið var skrifað í samstarfi við skáldið Sjón. Í aðalhlutverki myndarinnar eru þau Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke. Einnig leikur Björk í myndinni. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. The Northman fjallar um Amleth, íslenskan prins, sem ætlar að hefna föður síns, sem var myrtur þegar prinsinn var ungur, og bjarga móður sinni Guðrúnu, sem leikin er af Kidman. Saga The Northman byggir á sömu norrænu sögum sem fengu William Shakespeare til að skrifa Hamlet. Í samtali við IGN sagði Eggers frá því að einn forsvarsmaður kvikmyndavers hefði líkt myndinni við víkingaútgáfu af Lion King. Myndin var að mestu tekin upp á Írlandi en nokkur atriði hennar voru tekin upp á Íslandi. Eins og áður segir er Sjón meðhöfundur handritsins en í samtali við Entertainment Weekly sagði Eggers að Björk hefði kynnt þá tvo í matarboði og að hún hefði talið að þeir ættu vel saman. Það hafi verið rétt hjá henni. Stikluna má sjá hér að neðan. Klippa: The Northman - sýnishorn Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í aðalhlutverki myndarinnar eru þau Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke. Einnig leikur Björk í myndinni. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. The Northman fjallar um Amleth, íslenskan prins, sem ætlar að hefna föður síns, sem var myrtur þegar prinsinn var ungur, og bjarga móður sinni Guðrúnu, sem leikin er af Kidman. Saga The Northman byggir á sömu norrænu sögum sem fengu William Shakespeare til að skrifa Hamlet. Í samtali við IGN sagði Eggers frá því að einn forsvarsmaður kvikmyndavers hefði líkt myndinni við víkingaútgáfu af Lion King. Myndin var að mestu tekin upp á Írlandi en nokkur atriði hennar voru tekin upp á Íslandi. Eins og áður segir er Sjón meðhöfundur handritsins en í samtali við Entertainment Weekly sagði Eggers að Björk hefði kynnt þá tvo í matarboði og að hún hefði talið að þeir ættu vel saman. Það hafi verið rétt hjá henni. Stikluna má sjá hér að neðan. Klippa: The Northman - sýnishorn
Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira