Írland varð fyrir valinu sem Ísland í stórmyndinni sem Björk leikur í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 13:24 Sumir gætu haldið að þessi mynd sé tekin á Íslandi. Það er hins vegar ekki rétt, hún er tekin á Írlandi. Vísir/Getty Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum. Myndin skartar skærum Hollywood-stórstjörnum, þar á meðal Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke, auk þess sem að Björk snýr aftur á hvíta tjaldið í fyrsta sinn frá því að hún lék í Dancer in the Dark um aldamótin. Í frétt vefmiðilsins Donegan Daily er fjallað um það að tökur á myndinni séu hafnar og að náttúrulegt landslag írsku strandlínunnar í norðurhluta Írlands hafi verið valinn sem bakgrunnur myndarinnar, þrátt fyrir að hún eigi að gerast á Íslandi. Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá að tökulið og fylgifiskar þess eru mætt á svæðið og haft er eftir Ali Farren, íbúa á svæðinu í grennd við þar sem tökur fara fram, að heimamenn séu spenntir fyrir því að sjá Hollywood-stjörnurnar mæta á svæðið. Þá sé fjöldi heimamanna kominn í beina eða óbeina vinnu vegna myndarinnar. „Okkur er sagt að þeir hafi valið svæðið vegna þess að það svipar til landslagsins á Íslandi. Samt sem áður viljum við meina að sólin skíni oftar hérna í Malin en á Íslandi,“ er haft eftir Farren. The Northman mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Björk er sögð leika norn í myndinni en komið hefur fram að dóttir hennar, Ísadóra, fari einnig með hlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Írland Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum. Myndin skartar skærum Hollywood-stórstjörnum, þar á meðal Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke, auk þess sem að Björk snýr aftur á hvíta tjaldið í fyrsta sinn frá því að hún lék í Dancer in the Dark um aldamótin. Í frétt vefmiðilsins Donegan Daily er fjallað um það að tökur á myndinni séu hafnar og að náttúrulegt landslag írsku strandlínunnar í norðurhluta Írlands hafi verið valinn sem bakgrunnur myndarinnar, þrátt fyrir að hún eigi að gerast á Íslandi. Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá að tökulið og fylgifiskar þess eru mætt á svæðið og haft er eftir Ali Farren, íbúa á svæðinu í grennd við þar sem tökur fara fram, að heimamenn séu spenntir fyrir því að sjá Hollywood-stjörnurnar mæta á svæðið. Þá sé fjöldi heimamanna kominn í beina eða óbeina vinnu vegna myndarinnar. „Okkur er sagt að þeir hafi valið svæðið vegna þess að það svipar til landslagsins á Íslandi. Samt sem áður viljum við meina að sólin skíni oftar hérna í Malin en á Íslandi,“ er haft eftir Farren. The Northman mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Björk er sögð leika norn í myndinni en komið hefur fram að dóttir hennar, Ísadóra, fari einnig með hlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Írland Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira