Írland varð fyrir valinu sem Ísland í stórmyndinni sem Björk leikur í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 13:24 Sumir gætu haldið að þessi mynd sé tekin á Íslandi. Það er hins vegar ekki rétt, hún er tekin á Írlandi. Vísir/Getty Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum. Myndin skartar skærum Hollywood-stórstjörnum, þar á meðal Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke, auk þess sem að Björk snýr aftur á hvíta tjaldið í fyrsta sinn frá því að hún lék í Dancer in the Dark um aldamótin. Í frétt vefmiðilsins Donegan Daily er fjallað um það að tökur á myndinni séu hafnar og að náttúrulegt landslag írsku strandlínunnar í norðurhluta Írlands hafi verið valinn sem bakgrunnur myndarinnar, þrátt fyrir að hún eigi að gerast á Íslandi. Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá að tökulið og fylgifiskar þess eru mætt á svæðið og haft er eftir Ali Farren, íbúa á svæðinu í grennd við þar sem tökur fara fram, að heimamenn séu spenntir fyrir því að sjá Hollywood-stjörnurnar mæta á svæðið. Þá sé fjöldi heimamanna kominn í beina eða óbeina vinnu vegna myndarinnar. „Okkur er sagt að þeir hafi valið svæðið vegna þess að það svipar til landslagsins á Íslandi. Samt sem áður viljum við meina að sólin skíni oftar hérna í Malin en á Íslandi,“ er haft eftir Farren. The Northman mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Björk er sögð leika norn í myndinni en komið hefur fram að dóttir hennar, Ísadóra, fari einnig með hlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Írland Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum. Myndin skartar skærum Hollywood-stórstjörnum, þar á meðal Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke, auk þess sem að Björk snýr aftur á hvíta tjaldið í fyrsta sinn frá því að hún lék í Dancer in the Dark um aldamótin. Í frétt vefmiðilsins Donegan Daily er fjallað um það að tökur á myndinni séu hafnar og að náttúrulegt landslag írsku strandlínunnar í norðurhluta Írlands hafi verið valinn sem bakgrunnur myndarinnar, þrátt fyrir að hún eigi að gerast á Íslandi. Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá að tökulið og fylgifiskar þess eru mætt á svæðið og haft er eftir Ali Farren, íbúa á svæðinu í grennd við þar sem tökur fara fram, að heimamenn séu spenntir fyrir því að sjá Hollywood-stjörnurnar mæta á svæðið. Þá sé fjöldi heimamanna kominn í beina eða óbeina vinnu vegna myndarinnar. „Okkur er sagt að þeir hafi valið svæðið vegna þess að það svipar til landslagsins á Íslandi. Samt sem áður viljum við meina að sólin skíni oftar hérna í Malin en á Íslandi,“ er haft eftir Farren. The Northman mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Björk er sögð leika norn í myndinni en komið hefur fram að dóttir hennar, Ísadóra, fari einnig með hlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Írland Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira