Írland varð fyrir valinu sem Ísland í stórmyndinni sem Björk leikur í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 13:24 Sumir gætu haldið að þessi mynd sé tekin á Íslandi. Það er hins vegar ekki rétt, hún er tekin á Írlandi. Vísir/Getty Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum. Myndin skartar skærum Hollywood-stórstjörnum, þar á meðal Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke, auk þess sem að Björk snýr aftur á hvíta tjaldið í fyrsta sinn frá því að hún lék í Dancer in the Dark um aldamótin. Í frétt vefmiðilsins Donegan Daily er fjallað um það að tökur á myndinni séu hafnar og að náttúrulegt landslag írsku strandlínunnar í norðurhluta Írlands hafi verið valinn sem bakgrunnur myndarinnar, þrátt fyrir að hún eigi að gerast á Íslandi. Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá að tökulið og fylgifiskar þess eru mætt á svæðið og haft er eftir Ali Farren, íbúa á svæðinu í grennd við þar sem tökur fara fram, að heimamenn séu spenntir fyrir því að sjá Hollywood-stjörnurnar mæta á svæðið. Þá sé fjöldi heimamanna kominn í beina eða óbeina vinnu vegna myndarinnar. „Okkur er sagt að þeir hafi valið svæðið vegna þess að það svipar til landslagsins á Íslandi. Samt sem áður viljum við meina að sólin skíni oftar hérna í Malin en á Íslandi,“ er haft eftir Farren. The Northman mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Björk er sögð leika norn í myndinni en komið hefur fram að dóttir hennar, Ísadóra, fari einnig með hlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Írland Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökur eru að hefjast á Írlandi á víkingamyndinni The Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland í kringum árið 1000 en engu að síður segja heimamenn í Donegal á Írlandi að svæðið hafi verið valið sem tökustaður þar sem það líkist Íslandi á víkingatímum. Myndin skartar skærum Hollywood-stórstjörnum, þar á meðal Nicole Kidman, Willem Defoe, Ethan Hawke, auk þess sem að Björk snýr aftur á hvíta tjaldið í fyrsta sinn frá því að hún lék í Dancer in the Dark um aldamótin. Í frétt vefmiðilsins Donegan Daily er fjallað um það að tökur á myndinni séu hafnar og að náttúrulegt landslag írsku strandlínunnar í norðurhluta Írlands hafi verið valinn sem bakgrunnur myndarinnar, þrátt fyrir að hún eigi að gerast á Íslandi. Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá að tökulið og fylgifiskar þess eru mætt á svæðið og haft er eftir Ali Farren, íbúa á svæðinu í grennd við þar sem tökur fara fram, að heimamenn séu spenntir fyrir því að sjá Hollywood-stjörnurnar mæta á svæðið. Þá sé fjöldi heimamanna kominn í beina eða óbeina vinnu vegna myndarinnar. „Okkur er sagt að þeir hafi valið svæðið vegna þess að það svipar til landslagsins á Íslandi. Samt sem áður viljum við meina að sólin skíni oftar hérna í Malin en á Íslandi,“ er haft eftir Farren. The Northman mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Björk er sögð leika norn í myndinni en komið hefur fram að dóttir hennar, Ísadóra, fari einnig með hlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Írland Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira