Sport

Fallon Sherrock úr leik | Clayton þurfti að hafa fyrir sigrinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fallon Sherrock
Fallon Sherrock vísir/Getty

Gleðin var við völd í Alexandra Palace í allan dag þar sem nú fer fram heimsmeistaramótið í pílukasti.

Mest var eftirvæntingin líklega fyrir viðureign hinnar vinsælu Fallon Sherrock og hins reynslumikla Steve Beaton. Stóðst viðureignin allar væntingar en Sherrock varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir Beaton eftir skemmtilegan leik. 

Beaton vann 3-2 en hann er að taka þátt í heimsmeistaramótinu í 31.skipti á ferlinum á meðan þetta var önnur keppni Sherrock.

Í kvöld var einnig boðið upp á þýska baráttu þegar Florian Hempel og Martin Schindler kepptu. Hinn fyrrnefndi hafði betur, 3-0.

Grikkinn stórglæsilegi, John Michael, átti fína spretti en hafði ekki erindi sem erfiði gegn hinum hollenska Martijn Kleermaker í fyrsta einvígi kvöldsins og hafði Hollendingurinn betur, 3-1, í fjörugum leik.

Lokaleikur kvöldsins var á milli Jonny Clayton og hins 19 ára gamla Íra, Keane Barry. Úr varð algjörlega magnaður leikur þar sem hinn ungi Barry veitti Clayton harða keppni en Clayton þykir líklegur til stórræða á mótinu.

Barry komst í 2-1 og var að spila frábærlega en þá tók Clayton á hinum stóra sínum og gerði út um leikinn með frábærri spilamennsku á lokasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×