Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 11:15 Til stóð að námurnar yrðu ekki langt frá bænum Narsaq. Getty Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet. Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Fyrirhuguð námuvinnsla Greenland Minerals á Suður-Grænlandi var helsta kosningamálið í landinu fyrr á árinu og varð til þess að valdaskipti urðu. Naumur meirihluti á grænlenska þinginu samþykkti í haust að banna úranvinnslu og hefur námufyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu, nú tilkynnt að það sé hætt við að reyna að hefja vinnslu í Kvanefjeldet á suðurhluta Grænlandi þar sem talið er að finnist miklar birgðir af sjaldgæfum málmum. KNR segir frá því að Greenland Minerals hafi verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í fjallinu er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur málmvinnslunnar í Kvanefjeldet. Ný lög á Grænlandi gera ráð fyrir að hundrað grömm af úran megi að hámarki vinna fyrir hvert tonn af málmi, en Greenland Minerals telur að það séu um 300 grömm af úrani fyrir hvert tonn af málmi á þeim stað þar sem ætlunin var að hefja vinnslu. Greenland Minerals segir í yfirlýsingu að á meðan málin séu enn að skýrast varðandi hina nýju löggjöf og áhrifa þeirra telji fyrirtækið skynsamlegast að kanna möguleika á starfsemi utan Grænlands. Félagið mun þó áfram vera í samskiptum við grænlensku heimastjórnina. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, með Múte Egede í broddi fylkingar, vann sigur í grænlensku þingkosningunum fyrr á árinu, eftir að hafa barist harkalega gegn hugmyndum um námuvinnslu í Kvanefjeldet.
Grænland Ástralía Námuvinnsla Tengdar fréttir Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00