Menning

Anne Rice er látin

Eiður Þór Árnason skrifar
Anne Rice við bókaáritun á PopFest-hátíðinni árið 2016.
Anne Rice við bókaáritun á PopFest-hátíðinni árið 2016. Getty/Joe Scarnici

Rithöfundurinn Anne Rice lést í gær, 80 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir að hafa skrifað vinsæla sagnaflokkinn Vampire Chronicles.

Sonur hennar Christopher Rice greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum og segir að dánarmeinið hafi verið fylgikvillar heilablóðfalls.

Anne Rice sló í gegn með fyrstu bók sinni Interview with the Vampire sem var gefin út árið 1976. Þar var vampíran Lestat kynnt til leiks sem er aðalsöguhetjan í Chronicles-bókaseríunni. Sagnaflokkurinn spannaði alls þrettán bækur og kom sú síðasta út árið 2018.

Kvikmynd byggð á skáldsögunni Interview with the Vampire var frumsýnd árið 1994 og endurglæddi áhugann á vampírusögum.

Rice fæddist í New Orleans en bjó stærstan hluta ævi sinnar í Kaliforníu. Sonur hennar Christopher Rice var við hlið hennar á dánarbeðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.