Sebastian Alexandersson: „HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. desember 2021 22:14 Sebastian Alexandersson var ánægður með sína menn í kvöld þrátt fyrir tap á móti KA. Vísir/Vilhelm „Ég held bara áfram að vera heiðarlegur og segi að ég er brjálæðislega stoltur af mínu liði. Ég fullyrði það bara, ég veit að öllum þjálfurum þykir sitt lið best þá er ég bara þannig líka og finnst liðið mitt best,“ sagði Sebastian Alexanderson þjálfari HK eftir tap á móti KA í KA heimilinu í kvöld, 33-30. „Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“ Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
„Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“
Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira