Ekki fleiri nefndir um þjóðarleikvanga: „Sannfærður um að við löndum þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 14:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hlýða á Ásmund Einar Daðason í Pallborðinu í gær. Vísir/Vilhelm „Við þurfum bara að ýta á Enter,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, um nýja þjóðarleikvanga fyrir boltaíþróttir og frjálsíþróttir sem lengi hefur verið beðið eftir. Ásmundur mætti í Pallborðið í gær og tók undir að nú væru allar forsendur fyrir hendi til að farið verði í byggingu nýrra leikvanga. Nóg hafi verið unnið með málum í nefndum á síðustu árum. „Ég get lofað því að það verði ekki fleiri nefndir sem að velta þessu upp. En það þarf auðvitað einhver að fara í samtal um þessi mál,“ sagði Ásmundur. Klippa: Pallborðið - Ásmundur sannfærður um að leikvangar rísi á næstu árum „Við ætlum ekki að horfa upp á það að landsliðin okkar séu að fara að spila alla heimaleiki erlendis á næstu árum,“ sagði Ásmundur en sú er þó orðin raunin í tilfelli karlalandsliðsins í körfubolta sem væntanlega þarf að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar. „Þú ert að fara að horfa upp á það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson sem stýrði umræðunum. Þó að við millifærðum 21 milljarð núna yrði þjóðarhöll ekki klár á næsta ári „Ég hef nú fulla trú á því að ef að málin komast á hreyfingu þá komi jákvæðara hljóð þaðan. Það gefur augaleið að jafnvel þó að við myndum setja í þetta núna 21 milljarð, eins og skýrslurnar gera ráð fyrir, og værum tilbúin að millifæra þá upphæð á morgun, þá erum við ekki að fara að vera klár með þjóðarhöll hérna um mitt næsta ár,“ sagði Ásmundur enda öllum ljóst að uppbygging leikvangana gæti tekið drjúgan tíma: „Það á eftir að hanna, fara í deiliskipulag og útboð. Allt þetta tekur tíma en við þurfum að komast á þann stað að þetta fari af stað, því það tekur alltaf einhvern X tíma. Við eigum smá eftir í þessu hlaupi og við ætlum að klára það, og við gerum það saman. Ég er sannfærður um að þjóðin, hvort sem er ríki, borg eða íþróttahreyfingin, að við löndum þessu saman,“ sagði Ásmundur. Laugardalsvöllur Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Pallborðið Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00 Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07 Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
Ásmundur mætti í Pallborðið í gær og tók undir að nú væru allar forsendur fyrir hendi til að farið verði í byggingu nýrra leikvanga. Nóg hafi verið unnið með málum í nefndum á síðustu árum. „Ég get lofað því að það verði ekki fleiri nefndir sem að velta þessu upp. En það þarf auðvitað einhver að fara í samtal um þessi mál,“ sagði Ásmundur. Klippa: Pallborðið - Ásmundur sannfærður um að leikvangar rísi á næstu árum „Við ætlum ekki að horfa upp á það að landsliðin okkar séu að fara að spila alla heimaleiki erlendis á næstu árum,“ sagði Ásmundur en sú er þó orðin raunin í tilfelli karlalandsliðsins í körfubolta sem væntanlega þarf að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar. „Þú ert að fara að horfa upp á það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson sem stýrði umræðunum. Þó að við millifærðum 21 milljarð núna yrði þjóðarhöll ekki klár á næsta ári „Ég hef nú fulla trú á því að ef að málin komast á hreyfingu þá komi jákvæðara hljóð þaðan. Það gefur augaleið að jafnvel þó að við myndum setja í þetta núna 21 milljarð, eins og skýrslurnar gera ráð fyrir, og værum tilbúin að millifæra þá upphæð á morgun, þá erum við ekki að fara að vera klár með þjóðarhöll hérna um mitt næsta ár,“ sagði Ásmundur enda öllum ljóst að uppbygging leikvangana gæti tekið drjúgan tíma: „Það á eftir að hanna, fara í deiliskipulag og útboð. Allt þetta tekur tíma en við þurfum að komast á þann stað að þetta fari af stað, því það tekur alltaf einhvern X tíma. Við eigum smá eftir í þessu hlaupi og við ætlum að klára það, og við gerum það saman. Ég er sannfærður um að þjóðin, hvort sem er ríki, borg eða íþróttahreyfingin, að við löndum þessu saman,“ sagði Ásmundur.
Laugardalsvöllur Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Pallborðið Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00 Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07 Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00
Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07
Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32