Fótbolti

Salzburg og Lille fóru áfram úr opnasta riðlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lille er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Lille er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/Focke Strangmann

Það var allt galopið fyrir lokaumferð G-riðils í Meistaradeild Evrópu. Öll fjögur liðin áttu möguleika á að komast áfram. Það fór hins vegar þannig að Lille og Salzburg fóru upp úr riðlinum eftir leiki kvöldsins.

Lille vann 3-1 útisigur á Wolfsburg þökk sé mörkum Burak Yilmaz, Jonathan David og Angel Gomes. Þremenningarnir komu Lille 3-0 yfir áður en Renato Steffen skoraði sárabótarmark fyrir heimamenn undir lok leiks.

Noah Okafor skoraði markið sem tryggði Red Bull Salzburg 1-0 sigur á Sevilla. Markið kom í upphafi síðari hálfleiks. Joan Jordan fékk sitt annað gula spjald á 64. mínútu og gestirnir voru manni færri síðasta hálftímann eða svo er þeir voru að reyna jafna leikinn.

Það gekk ekki upp og Salzburg fylgdi Lille inn í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sevilla fer í Evrópudeildina á meðan Wolfsburg hefur lokið þátttöku sinni í Evrópu að sinni.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.