Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 22:22 Stefanía Jónsdóttir, skólabílstjóri á Þambárvöllum í Bitru. Einar Árnason Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. Það er nefnilega hún sem ekur skólabílnum sem við sjáum í fréttum Stöðvar 2 renna í hlað á bænum Kolbeinsá í Hrútfirði, einum sex bæja sem komið er við á leiðinni í og úr skólanum á Hvammstanga. Þrettán börn af bæjum við Hrútafjörð fá far. Grunnskólanemandinn Elmar Ingi Magnússon og móðir hans, skólabílstjórinn Stefanía Jónsdóttir, koma heim á Þambárvelli í Bitru eftir skólaakstur dagsins.Einar Árnason Leiðin er 80 kílómetra löng - 160 kílómetrar fram og til baka. Þegar þau koma heim úr skólanum síðdegis eru þau mæðginin, Stefanía Jónsdóttir og fjórtán ára sonur hennar, Elmar Ingi Magnússon, sennilega búin að fara lengst allra í skólabíl á Íslandi þann daginn. „Já, ég held það. Ég veit það samt ekki alveg. Ég ætla ekkert að fullyrða það. En ég held það,“ svarar Stefanía spurningu okkar hvort þetta sé lengsti skólaaksturinn. Leiðin milli Þambárvalla og Hvammstanga er 80 kílómetra löng.GRAFÍK/SIGRÚN HREFNA LÝÐSDÓTTIR. Og þau þurfa að fara snemma á fætur á morgnana. „Við leggjum af stað héðan kortér í sjö og við erum komin svona.. tíu mínútur yfir átta á Hvammstanga.“ -Það eru einn og hálfur tími? „Já.“ -Og jafnlangt svo til baka? „Já, það er bara þannig.“ -Þannig að þá eru börn í þrjá tíma í skólabíl? „Já, það er svolítið mikið,“ svarar Stefanía. Skólabíllinn kemur að bænum Kolbeinsá við utanverðan Hrútafjörð.Einar Árnason Þau búa reyndar í Strandabyggð og eiga því skólasókn á Hólmavík. Áður sóttu börn úr Bitrufirði sveitaskóla á Broddanesi en honum var lokað árið 2004. Þótt tíu kílómetrum styttra sé til Hólmavíkur frá Þambárvöllum velja þau fremur Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Þar sækir Stefanía vinnu, mun fleiri börn búa auk þess Húnaþingsmegin í sveitinni og þau losna við að aka yfir erfiðan Bitruháls. Þá spilar inn í að þrír synir þeirra Stefaníu og Magnúsar Sveinssonar á Þambárvöllum sóttu áður skólann á Borðeyri. Þegar honum var lokað haustið 2017 þótti eðlilegra að fylgja nemendahópnum til Hvammstanga. -Þér finnst þetta ekkert svakalegt? „Nei, ég er bara orðin svona vön þessu. Mér finnst þetta orðið bara svo venjulegt. Maður er einhvern veginn bara vanur að keyra þetta,“ svarar Stefanía. En hvað gera börnin á meðan í skólabílnum? Svarið fæst hér í frétt Stöðvar 2: Skóla - og menntamál Landbúnaður Húnaþing vestra Strandabyggð Byggðamál Tengdar fréttir Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Það er nefnilega hún sem ekur skólabílnum sem við sjáum í fréttum Stöðvar 2 renna í hlað á bænum Kolbeinsá í Hrútfirði, einum sex bæja sem komið er við á leiðinni í og úr skólanum á Hvammstanga. Þrettán börn af bæjum við Hrútafjörð fá far. Grunnskólanemandinn Elmar Ingi Magnússon og móðir hans, skólabílstjórinn Stefanía Jónsdóttir, koma heim á Þambárvelli í Bitru eftir skólaakstur dagsins.Einar Árnason Leiðin er 80 kílómetra löng - 160 kílómetrar fram og til baka. Þegar þau koma heim úr skólanum síðdegis eru þau mæðginin, Stefanía Jónsdóttir og fjórtán ára sonur hennar, Elmar Ingi Magnússon, sennilega búin að fara lengst allra í skólabíl á Íslandi þann daginn. „Já, ég held það. Ég veit það samt ekki alveg. Ég ætla ekkert að fullyrða það. En ég held það,“ svarar Stefanía spurningu okkar hvort þetta sé lengsti skólaaksturinn. Leiðin milli Þambárvalla og Hvammstanga er 80 kílómetra löng.GRAFÍK/SIGRÚN HREFNA LÝÐSDÓTTIR. Og þau þurfa að fara snemma á fætur á morgnana. „Við leggjum af stað héðan kortér í sjö og við erum komin svona.. tíu mínútur yfir átta á Hvammstanga.“ -Það eru einn og hálfur tími? „Já.“ -Og jafnlangt svo til baka? „Já, það er bara þannig.“ -Þannig að þá eru börn í þrjá tíma í skólabíl? „Já, það er svolítið mikið,“ svarar Stefanía. Skólabíllinn kemur að bænum Kolbeinsá við utanverðan Hrútafjörð.Einar Árnason Þau búa reyndar í Strandabyggð og eiga því skólasókn á Hólmavík. Áður sóttu börn úr Bitrufirði sveitaskóla á Broddanesi en honum var lokað árið 2004. Þótt tíu kílómetrum styttra sé til Hólmavíkur frá Þambárvöllum velja þau fremur Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Þar sækir Stefanía vinnu, mun fleiri börn búa auk þess Húnaþingsmegin í sveitinni og þau losna við að aka yfir erfiðan Bitruháls. Þá spilar inn í að þrír synir þeirra Stefaníu og Magnúsar Sveinssonar á Þambárvöllum sóttu áður skólann á Borðeyri. Þegar honum var lokað haustið 2017 þótti eðlilegra að fylgja nemendahópnum til Hvammstanga. -Þér finnst þetta ekkert svakalegt? „Nei, ég er bara orðin svona vön þessu. Mér finnst þetta orðið bara svo venjulegt. Maður er einhvern veginn bara vanur að keyra þetta,“ svarar Stefanía. En hvað gera börnin á meðan í skólabílnum? Svarið fæst hér í frétt Stöðvar 2:
Skóla - og menntamál Landbúnaður Húnaþing vestra Strandabyggð Byggðamál Tengdar fréttir Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00
Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47