Tónlist

Bylgjan órafmögnuð: Dívukvöld með Elísabetu Ormslev og Stefaníu Svavarsdóttur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir eru gestir Völu Eiríks á Bylgjan órafmögnuð
Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir eru gestir Völu Eiríks á Bylgjan órafmögnuð Bylgjan

Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir stigu á svið í kvöld í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Með söngkonunum á sviðinu var hljómsveitin Albatross en þeir hófust stundvíslega klukkan 20 á Bylgjunni og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Hljómsveitina skipa Halldór Gunnar Pálsson á gítar, Halldór Smárason á hljómborð, Valdimar Olgeirsson á bassa og  Óskar Þormarsson á trommur og slagverk.

Alls verða sjö tónleikar í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð eru á dagskrá næsta fimmtudag. Í þeim sérstaka jólaþætti koma fram Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins og leynigestur. Fyrstu fimm tónleikana má sjá HÉR á Vísi.

Tónleikarnir hófust klukkan 20 og má horfa á þá í spilaranum hér fyrir neðan.  Tónleikarnir voru teknir upp á Barion Bryggjan og eru sannkallað gull í eyru og augnakonfekt.


Tengdar fréttir

Bylgjan órafmögnuð: Hreimur flytur sín þekktustu lög

Tónlistarmaðurinn Hreimur stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Bylgjan órafmögnuð: Páll Óskar flytur sín þekktustu lög

Tónlistarmaðurinn Páll óskar stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir og hér á Vísi.

Bylgjan órafmögnuð: Krummi flytur sín þekktustu lög

Tónlistarmaðurinn Krummi stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög

Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.