Sport

Pílufélag Grindavíkur Íslandsmeistari félagsliða

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pílufélag Grindavíkur tryggði sér í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsliða með sigri gegn Pílukastfélagi Reykjavíkur.
Pílufélag Grindavíkur tryggði sér í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsliða með sigri gegn Pílukastfélagi Reykjavíkur. Pílufélag Grindavíkur

Pílufélag Grindavíkur, PG, varð í kvöld fyrst félaga til að tryggja sér Íslandsmeistatitil félagsliða í pílukasti er liðið lagði Pílukastfélag Reykjavíkur, PFR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Keppt var í bæði tvímenningi og einmenningi. Sigra tvo af þrem leggjum í tvímenningi til að tryggja liðinu eitt stig og svo þurfti að sigra níu af 17 leggjum í einmenningi þar sem tvö stig voru í boði.

Grindvíkingar unnu fyrstu viðureignina í tvímenningi örugglega 2-0, en PFR jafnaði metin með 2-1 sigri í annarri viðureigninni. 

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrstu viðureignum einmenningskeppninnar, og að fjórum þeirra loknum höfðu liðin unnið tvo hvor. Þá tóku Grindvíkingar við sér og unnu þrjá af næstu fjórum viðureignum og komust í 5-3.

PFR minnkaði muninn í 5-4, en Grindvíkingar unnu næstu fjórar viðureignir og tryggðu sér 9-4 sigur í einmenningskeppninni, og þar með 3-1 sigur í heildaviðureign kvöldsins.

Fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsliða fer því í mekka pílunnar á Íslandi, Grindavík.

Það var Hörður Þór Gunnarsson sem tryggði Grindvíkingum sigurinn með því að taka út 111.

„Bara mjög góð tilfinning,“ sagði Hörður Þór eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. „Maður dettur í þetta zone og þetta tókst. Bikarinn er kominn heim. Mekka pílunnar, Grindavík.“

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lokaútskot Harðar, sem og viðtal við liðið eftir að bikarinn fór á loft.

Klippa: Íslandsmeistarar félagsliða í pílukasti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×