Skortur á því sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 30. nóvember 2021 19:47 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fagnaðarefni að ekki sé farið í „blóðugan niðurskurð“ í nýju fjárlagafrumvarpi. Hún segist hafa óttast það enda sé það iðulega gert á krepputímum þessum. Að öðru leyti sé „lítið að frétta“ úr fjárlögunum. „Það er ekki þessi stórsókn í húsnæðismálum sem við höfum kallað eftir, sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli og talar mjög vel inn í kjarasamninganna. Við söknum þess,“ sagði Drífa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði ekkert umfram almenna íbúðakerfið í frumvarpinu og það sama sé upp á teningnum þegar komi að húsaleigubótum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði fjárlagafrumvarpið til marks að Íslendingum væri að vegna betur. Atvinnulífið væri að leggja grunn að sterkari stöðu ríkissjóðs. „Það breytir þó ekki því að það eru stórar áskoranir fram undan. Þrátt fyrir batnandi afkomu þá erum við að sjá gríðarlegan hallarekstur á ríkissjóði og við þurfum að finna leiðir til að brúa þennan hallarekstur,“ sagði Ásdís. Hún sagði SA hafa heyrt af því að stjórnvöld ætli að vaxa út úr vandanum en forsenda þess sé öflugt atvinnulíf. Því þyrfti að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og skapa skilyrði til að lækka mögulega skatta. Aðspurðar hvort fylkingar þeirra beggja yrðu við kalli fjármálaráðherra um hóflegar kjaraviðræður, sagði Drífa að ASÍ legði í fyrsta lagi alltaf fram ábyrgar kröfur í kjarasamningaviðræðum. „En það fer mjög vel eftir því hvernig tilfærslukerfin verða, húsnæðismálin sérstaklega, heilbrigðismálin og öll þessi mál sem snerta raunverulegt líf fólks,“ sagði Drífa. Ásdís sagði að SA myndi „að sjálfsögðu verða við kallinu“. „Við finnum það öll á eigin skinni hve gríðarleg kjarabót er fólgin í því að búa við lága vexti,“ sagði Ásdís. Hún sagði að þess vegna skipti ábyrg hagstjórn öllu máli. Þar skiptu aðilar vinnumarkaðarins miklu máli. Fjárlagafrumvarp 2022 Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20 Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01 Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
„Það er ekki þessi stórsókn í húsnæðismálum sem við höfum kallað eftir, sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli og talar mjög vel inn í kjarasamninganna. Við söknum þess,“ sagði Drífa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði ekkert umfram almenna íbúðakerfið í frumvarpinu og það sama sé upp á teningnum þegar komi að húsaleigubótum. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði fjárlagafrumvarpið til marks að Íslendingum væri að vegna betur. Atvinnulífið væri að leggja grunn að sterkari stöðu ríkissjóðs. „Það breytir þó ekki því að það eru stórar áskoranir fram undan. Þrátt fyrir batnandi afkomu þá erum við að sjá gríðarlegan hallarekstur á ríkissjóði og við þurfum að finna leiðir til að brúa þennan hallarekstur,“ sagði Ásdís. Hún sagði SA hafa heyrt af því að stjórnvöld ætli að vaxa út úr vandanum en forsenda þess sé öflugt atvinnulíf. Því þyrfti að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og skapa skilyrði til að lækka mögulega skatta. Aðspurðar hvort fylkingar þeirra beggja yrðu við kalli fjármálaráðherra um hóflegar kjaraviðræður, sagði Drífa að ASÍ legði í fyrsta lagi alltaf fram ábyrgar kröfur í kjarasamningaviðræðum. „En það fer mjög vel eftir því hvernig tilfærslukerfin verða, húsnæðismálin sérstaklega, heilbrigðismálin og öll þessi mál sem snerta raunverulegt líf fólks,“ sagði Drífa. Ásdís sagði að SA myndi „að sjálfsögðu verða við kallinu“. „Við finnum það öll á eigin skinni hve gríðarleg kjarabót er fólgin í því að búa við lága vexti,“ sagði Ásdís. Hún sagði að þess vegna skipti ábyrg hagstjórn öllu máli. Þar skiptu aðilar vinnumarkaðarins miklu máli.
Fjárlagafrumvarp 2022 Kjaramál Húsnæðismál Heilbrigðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20 Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01 Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14 Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. 30. nóvember 2021 19:20
Telur hljóð og mynd ekki fara saman Þingmaður Miðflokksins segir að á meðan uppbygging sé boðuð í samgöngumálum sé dregið úr fjárfestingu í málaflokknum. 30. nóvember 2021 19:01
Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar. 30. nóvember 2021 16:14
Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 30. nóvember 2021 14:03