Enski boltinn

Guardiola lýsir yfir neyðarástandi

Sindri Sverrisson skrifar
Pep Guardiola getur ekki nýtt krafta Kevins de Bruyne í leiknum gegn Aston Villa. Belginn smitaðist af Covid-19 í síðasta landsleikjahléi.
Pep Guardiola getur ekki nýtt krafta Kevins de Bruyne í leiknum gegn Aston Villa. Belginn smitaðist af Covid-19 í síðasta landsleikjahléi. Getty/Peter Byrne

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mun ekki geta teflt Kevin De Bruyne fram gegn Aston Villa annað kvöld og segir neyðarástand ríkja hjá félaginu fyrir jólavertíðina.

City spilar átta leiki í desember og Guardiola líst ekki á blikuna varðandi forföll í ógnarsterkum leikmannahópi liðsins.

De Bruyne hefur ekki snúið aftur til æfinga eftir að hann greindist með jákvætt Covid-sýni eftir landsleikjahléið fyrr í þessum mánuði, og Aymeric Laporte er í leikbanni.

Ferran Torres glímir við langvarandi meiðsli og þeir Phil Foden og Jack Grealish eru tæpir vegna meiðsla.

„Það er neyðarástand í leikmannahópnum,“ sagði Guardiola.

„Við erum með mjög, mjög, mjög fáa menn. Við kvörtum aldrei þegar leikmenn geta ekki spilað vegna meiðsla eða rauðra spjalda. Ég hef mikla trú á hópnum og þeim leikmönnum sem koma inn en við erum í miklum vandræðum fyrir desember – erfiðasta mánuð ársins,“ sagði Guardiola.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.