City spilar átta leiki í desember og Guardiola líst ekki á blikuna varðandi forföll í ógnarsterkum leikmannahópi liðsins.
De Bruyne hefur ekki snúið aftur til æfinga eftir að hann greindist með jákvætt Covid-sýni eftir landsleikjahléið fyrr í þessum mánuði, og Aymeric Laporte er í leikbanni.
Ferran Torres glímir við langvarandi meiðsli og þeir Phil Foden og Jack Grealish eru tæpir vegna meiðsla.
„Það er neyðarástand í leikmannahópnum,“ sagði Guardiola.
„Við erum með mjög, mjög, mjög fáa menn. Við kvörtum aldrei þegar leikmenn geta ekki spilað vegna meiðsla eða rauðra spjalda. Ég hef mikla trú á hópnum og þeim leikmönnum sem koma inn en við erum í miklum vandræðum fyrir desember – erfiðasta mánuð ársins,“ sagði Guardiola.