Sport

Dómarinn greip í brotnu hendi Valgerðar þegar hann tilkynnti sigurvegara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgerður Guðsteinsdóttir sýndi mikinn andlegan styrk í bardaganum um helgina.
Valgerður Guðsteinsdóttir sýndi mikinn andlegan styrk í bardaganum um helgina. Instagram/@valgerdurgud

Eitt vandamál þegar þú ert búinn að vinna bardaga með brotinn þumal. Það er þegar dómarinn tilkynnir þig sem sigurvegara bardagans og grípur þéttingsfast í brotnu hendina.

Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir sýndi mikinn andlegan styrk þegar hún vann sinn bardaga í Jönköping í Svíþjóð um helgina.

Hún hélt hún hefði farið úr lið í fyrstu lotu bardagans en eftir myndatöku heima á Íslandi kom í ljós að hún hafði í raun unnið bardagann með brotinn þumal á hægri hendi.

Framundan hjá henni er því aðgerð og endurhæfing en henni tókst engu að síður að landa fimmta sigrinum í sjö atvinnumannabardögum.

Valgerður sýndi myndband á Instagram síðu sinni í gær af stundinni þegar hún var tilkynnt sem einróma sigurvegari bardagans.

Hún setti þetta móment samt í samhengi, því eins og venjan er eftir hnefaleikabardaga, þá lyftir dómarinn upp hendi sigurvegarans.

Dómarinn í Svíþjóð gerði það með því að grípa í brotnu hendina og það var að sjálfsögðu ekki þægilegt fyrir okkar konu.

„Ég vildi ekki að hann gripi í brotnu hendina mína. Ég hef aldrei kviðið því fyrr að fá höndina reista,“ skrifaði Valgerður við myndbandið.

Hér má sjá þetta atvik hér fyrir neðan.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×